Mánudagur, 21. febrúar 2011
Framsóknarflokkurinn gegn Icesaveflokkunum
Framsóknarflokkurinn er í betri stöðu í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið síðan meirihluti þjóðarinnar bjó í sveit. Kosningar verða til alþingis ekki seinna en síðsumars eða í haust, enda hægt að bóka tap Icesaveflokanna þriggja, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.
Að því gefnu að flokkakerfið haldi, sem alls ekki er víst, mun Framsóknarflokkurinn einn hefðbundnu flokkanna vera með hreinan skjöld í Icesave-málinu.
Tveir stórir kjósendahópar eru í dauðafæri Framsóknarflokksins. Í fyrsta lagi ESB-andstæðingar í Vinstri grænum og í öðru lagi millistéttin í Sjálfstæðisflokknum.
Til að ná fylgi þessara kjósendahópa þarf Framsóknarflokkurinn að taka afgerandi afstöðu gegn aðild að Evrópusambandinu og boða hóflega blöndu af ríkisrekstri og einkarekstri þar sem mörkin þar á milli eru gerð skýr.
Framsóknarflokkurinn á sér bjarta framtíð.
Athugasemdir
Auðvitað þarf Framsóknarflokkurinn að hreinsa betur til innan sinna raða,tek sem dæmi: Siv Friðleifsdóttir.
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:03
Hefur Siv ekki ambisjónir um að verða pappakassi í Brussel? Vona að henni verði að ósk sinni fyrr en seinna.
Baldur (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 13:07
Þetta segir mér að það er frjór jarðvegur fyrir nýjan og öflugan flokk. Nú þurfa menn bara að koma sér saman um hvað hann orðar sig við svona stefnulega. Ekki dugir Alþýðufrskeytið, Þjóðernis, Jafnaðar, hægri, sjálfstæðis eða hvað annað utjaskað og svífyrt hugtak eða hugssón. Fullveldi er þó stikkorð ´þar.
Bendið þér annars á að lesa Óla Stef í leiðara fréttablaðsins í dag. Sá drullar endanlega í deigið. Þar sér maður tært og hreint, hvað hrærist í ormétnum kollum Stalínlíkjanna á þingi.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2011 kl. 13:36
Nú bíð ég eftir tiltekt hjá þeim í Evrópumálum, Framsókn er alltaf að verða álitlegri kostur.
Gunnar Waage, 21.2.2011 kl. 15:33
Fátt er meira mislukkað en ,,nýr öflugur flokkur" í íslenskri pólitík og er þá langt til jafnað nú til dags... Lítum bara um öxl og sjáum ekkert verða úr þeirri vitleysu.
Glætan er að Framsókn átti sig á einstöku sóknarfæri sínu til þeirra sem vilja gera vel og endurreis póltík hér eftir hrun.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 15:52
Formaður framsóknar er mjög vaxandi stjórnmálamaður.
Hann er ekki þjakaður af venjubundinni hugsun.
Aðrir þingmenn flokksins eru ekki frambærilegir.
Karl (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 15:56
Ef framsókn losar sig við Guðmund og Siv eru þeir lausir við þá pólitísku mengun sem háir þeim.
Þá eru þeir strax orðnir skárri kosturinn.
Njáll (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 16:06
Framsókn verður að losa sig við Samfylkingar quislinga eins og sennilega einn vonlausasta þingmann sögunnar Siv Friðleifsdóttur og Guðmund Steingrímsson, sem örugglega hafa mjög mikinn fælingarmátt hvað hugsanlegt fylgi varðar. Framsókn er í dauðafæri, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er illilega tjónaður, sem verður ekki bætt með Bjarna & Co. Ótrúlegt að ekki skuli hafa verið gerð könnun á fylgi flokkanna og afstöðu fólks á hvort að þjóðin fengi að eiga seinasta orðið um samninginn.
Morgunblaðið brást þar illa, því ekki var mikil von á að Baugsmiðlarnir með RÚV myndu taka þá áhættu að gera könnun. Sem betur fer gerðu Andríkismenn það, sem var tilefni þess að mannvitsbrekkan Egill Helga reyndi að gera könnunina tortryggilega af því að þeir sem hana pöntuðu vildu málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Könnunin var framkvæmd af virtu fyrirtæki, og með ólíkindum þessar eilífu samsæriskenningar Samfylkingarmanna. Egill afhjúpar sig sem einn af Bakkbræðrum og flokkstrúðum, með Teiti Atla og stjörnu Baugspennanum Jóhanni Haukssyni sem var rassskelltur af forsetnum í beinni frá Bessastöðum. Andríkismenn hitta naglann á höfuðið þar sem þeir spyrja í frábærum pistli.:
"Hver er þessi Jóhann Baugsson sem var alveg óður á Bessastöðum í dag?"
http://andriki.is/
Varðandi Baugspennann Ólaf Stephensen, þá segir allt um ótrúlega veruleikafirringuna að láta sig detta í hug að tjá sig um Icesave 3 eftir að hafa gert jafn illilega í brók í Icesave 1 og 2 sem voru glæsisamningar og áttu skilyrðislaust að greiða. Hvar í veröldinni myndu menn í stöðu sem hann er afhjúpað sig jafn illilega sem einskynsnýtan spunatrúð og haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist að úttala sig um málefnið eins og ekkert hafi í skorist. Hvaða tök sem Samfylkingin og Jón Ásgeir hefur á þetta ólánsfólk sem eru í hlutverki ritstjóra Baugsmiðlanna er ekki gott að vita, en eitt er víst að trúverðugleiki þeirra er núll, eins og td. Þorsteins Pálssonar, Ólafs og hvað þá Smárans.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.