Mánudagur, 21. febrúar 2011
Kyrrstaða fremur en feigðarflan
Samfylkingin ber stóra ábyrgð á innanlandsófriði eftir hrun. Til að komast hjá umræðu um ábyrgð flokksins á hrunstjórn Geirs H. Haarde blés Samfylkingin til Evrópusóknar og vélaði hluta Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til að svíkja kjósendur sína og yfirlýsta stefnu.
Feigðarflan númer eitt var umsóknin um aðild að Evrópusambandinu. Feigðarflan númer tvö var að samþykkja drápsklyfjar á íslenskan almenning með samþykkt Icesave II jólín 2009.
Í stað þess að einbeita sér að skynsamlegri endurreisn valdi Samfylkingin feigðarpólitík og til að fela slóðina var reynt að þyrla upp moldviðri, samanber stjórnlagaþingsruglið.
Kyrrstaða er betri en feigðarflan Samfylkingar.
Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála Páll.
Pétur Harðarson, 21.2.2011 kl. 10:31
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1358972/Libya-protests-300-massacred-UN-US-condem-UK-dirty-deal.html
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 10:39
Páll Vilhjálmsson hjartanlega samála þér.
Sigurður Haraldsson, 21.2.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.