Föstudagur, 18. febrúar 2011
Tiltrú seðlabanka fellur
Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins glíma við fallandi traust vegna þess hvernig þeir hafa staðið að viðbrögðum við kreppunni. Prentvélar bankanna voru ræstar til að auka peningaflæðið í hagkerfum þeirra ríkja sem seðlabankarnir þjóða. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir verðhjöðnun sem einkenndi kreppuna á fjórða áratug síðustu aldar.
Andhverfa verðhjöðnunar er verðbólga sem grefur um sig í hagkerfum heimsins og veldur hækkunum hrávöru sem aftur er fóður fyrir þjóðfélagsólgu, samanber Túnis og Egyptaland.
Bandaríski seðlabankinn gengur hvað ákafast fram í framleiðslu á ódýru lánsfé og sá breski kemur í humátt á eftir. Á meginlandi Evrópu eru vandræðin af dálítið öðrum toga. Þýskaland stendur sterkt en óreiðuríki þurfa stórfellda fjárhagsaðstoð sem seðlabanki evru-svæðisins veitir.
Afleiðingin er fallandi tiltrú á musterum peninganna eins og lesa má um hjá Economist.
Athugasemdir
Og hér eins og annars staðar heimtar peninga og pólitíkusaelítan að almenningur borgi samanber Icesave!
Hjálp, Ólafur forseti!
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 17:31
Stofnum bara banka sjálf,Alþýðubankann.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2011 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.