Tiltrú seðlabanka fellur

Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins glíma við fallandi traust vegna þess hvernig þeir hafa staðið að viðbrögðum við kreppunni. Prentvélar bankanna voru ræstar til að auka peningaflæðið í hagkerfum þeirra ríkja sem seðlabankarnir þjóða. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir verðhjöðnun sem einkenndi kreppuna á fjórða áratug síðustu aldar.

Andhverfa verðhjöðnunar er verðbólga sem grefur um sig í hagkerfum heimsins og veldur hækkunum hrávöru sem aftur er fóður fyrir þjóðfélagsólgu, samanber Túnis og Egyptaland.

Bandaríski seðlabankinn gengur hvað ákafast fram í framleiðslu á ódýru lánsfé og sá breski kemur í humátt á eftir. Á meginlandi Evrópu eru vandræðin af dálítið öðrum toga. Þýskaland stendur sterkt en óreiðuríki þurfa stórfellda fjárhagsaðstoð sem seðlabanki evru-svæðisins veitir.

Afleiðingin er fallandi tiltrú á musterum peninganna eins og lesa má um hjá Economist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hér eins og annars staðar heimtar peninga og pólitíkusaelítan að almenningur borgi samanber Icesave!

Hjálp, Ólafur forseti!

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 17:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Stofnum bara banka sjálf,Alþýðubankann.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2011 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband