Forsetinn tekur slaginn með fólkinu

Nánast óhugsandi er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni sanngjörnum óskum tugþúsunda Íslendinga um að þjóðin fái að greiða atkvæði um Icesave-samning ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins við Breta og Hollendinga.

Áhættan sem Ólafur Ragnar tók í janúar í fyrra, þegar hann synjaði fyrri útgáfu Icesave-samningsins staðfestingar, var veruleg en réttlætanleg í ljósi atburðarásarinnar. Þjóðin fékk sjálfstraustið á ný og pólitískt kapítal forsetans óx veldisvexti.

Hafni forsetinn ósk almennings um lýðræðislega kosningu um sama mál og fór í kosningu fyrir ári kippir Ólafur Ragnar fótunum undan sjálfum sér. 

Við kjósum um Icesave.


mbl.is Afhentu forsetanum undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Fullvalda ríki semur um sín mál en sendir þau ekki til erlendra dómsstóla þar sem áfrýjunarréttur er enginn.

Gísli Ingvarsson, 18.2.2011 kl. 12:33

2 identicon

Ekki hef ég séð mikið um áfrýjunarrétt í Icesavereikningnum.  Hafir þú fundið það Gísli ertu ansi flinkur í lestri.

Heimilisofbeldi hættir ekki með því að konan leyfi að láta berja sig.

Hún þarf að bera hönd fyrir höfuð sér.  ...Jafnvel fyrir dómsstólum ef svo ber undir.

Sá sem er beittur óréttmætum kröfum hefur ekkert að óttast fyrir dómi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 12:45

3 identicon

Fullvalda ríki tekur ekki að sér samningagerð fyrir hryðjuverkamenn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 12:53

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Merkileg ummæli Gísla sem vill ganga í Evrópusambandið þar sem hæstiréttur sambandsins, erlendur dómstóll, er æðsta dómstigið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2011 kl. 12:56

5 Smámynd: Elle_

Fullvalda ríki semur ekki um fjárkúgn nema óvitrir menn eða stórhættulegir leppar erlendra velda eins og samfylkingarliðíð sé við völd.  Og hættu nú að verja glæp ICESAVE-STJÓRARINNAR, Gísli Ingvarsson.

Elle_, 18.2.2011 kl. 12:58

6 identicon

Það er vonandi að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi. Tvær fylkingar takast á og sjálfstæðismenn eru í báðum. Það mun einnig verða þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðild. Einnig þar eru sjálfstæðismenn í tveimur fylkingum. Sem sagt, samstíga flokkur í innra ófriði! Flokkur sem er fær um að leiða þjóðina!!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 13:22

7 identicon

Eg treysti Forseta okkar fullkomlega að taka þá afstöðu i málinu sem hann telur farsælasta !. Hann veit hvað hvert um sig mun þýða .Ef hann setur málið i hendur þjóðar þá er rikisstjórnin fallin  , og ef hann  skrifar undir þá er hann sjálfur fallinn og ófyrirsjáanlega óeirðir  i landinu munu fara af stað  og geta haft afdrifa rikar afleiðingar !   Hvern pólin hann velur ,verður að koma i ljós á næstu dögum !   SIÐAN ER ÞVI AÐ BÆTA þó svo ótrúlega margir loki augunum fyrir þvi þá er ESB  sjálafgreitt með þvi að Icesave fari i þjóðarafgreiðslu  þvi allt er þetta AÐGANGUR AÐ ESB  hvað sem hver segir  OG af hverju halda menn að Rikisstjórnin se að reyna keyra þetta á ofsahraða og yfirsnúning og valta yfir allt og alla nema þess vegna  ????  það þýðir ekki að vera alltaf að fara framhja sannleikanum !!

ransý (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 15:34

8 identicon

Þjóðin á víst að borga segir í samningi.

Hvað er óeðlilegt við að um málið verði rætt og um það kosið?

Alls ekki neitt!

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 16:26

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ólafur Ragnar mun þurfa mjög þung rök til þess að afnema þingræðið í landinu. Þau rök liggja ekki á borðinu. Hann mun halda leiksýningu um hlutverk sitt og miklilvægi í nokkra daga. Láta til sín taka í erlendum fjölmiðlum, svo heimurinn haldi að hann gegni mikilvægu hlutverki í íslenskum stjórnmálum og svo að endingu halda ræðu um það að hann geti ekki gengið gegn auknum meirihluta í þinginu, auk þess sem rök þingsins hafi mikla vigt og mikilvægt sé að Íslendingar hafi friðsamleg og sáttfús samskipti við nágranna þjóðir sínar.

Er einhver með skárri spá? 

Gústaf Níelsson, 18.2.2011 kl. 23:55

10 identicon

,,hafni sanngjörnum óskum tugþúsunda Íslendinga um að þjóðin fái að greiða atkvæði um Icesave-samning"

Vil benda þér á eitt varðandi þetta , skoðannakönnun á vegum fólks sem einhver ,,tölvugúru" ( Frosti Sigurjónsson ) er fyrir .

Ef þessi  Frosti er er einhver,,tölvugúru"  þá leysir hann málið !

Sgan segir að þessi Frosti , sé bara leppur fyrir Hádegismóa !

JR (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 02:24

11 identicon

Fyndið hvað menn verða hátíðlegir þegar þeir tala um þingræði en minnast ekki einu orði á hryðjuverk - eins og þau hafi enga vigt í málinu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband