Valdaelítan á þingi, þjóðin og forsetinn

Aukinn meirihluti valdaelítunnar á alþingi staðfesti Icesave-samninginn. Ef því sem lengra líður frá hruni verður augljósara að heimssýn valdaelítunnar og meginþorra þjóðarinnar fer ekki saman. Þríhrossið Samfylking, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur, með heiðarlegum undantekningum, vilja bregða Icesave-helsi á óbornar kynslóðir Íslendinga. Þjóðin gerir þá kröfu að samningur valdaelítunnar við Breta og Hollendinga verði borinn upp í almennri atkvæðagreiðslu.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun í dag taka afstöðu til þess hvort hann krjúpi fyrir valdaelítunni eða fallist á sanngjarna og lýðræðislega kröfu þjóðarinnar.

Fái valdaelítan sínu framgengt slokkna ljósin í húsi lýðræðisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þingmenn sem þurfa ekki kjósendur?

Halldór Jónsson, 18.2.2011 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband