Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Garðabæjarformaðurinn er án flokks
Formaðurinn úr Garðabænum klauf helming þingflokksins frá almennum flokksfélögum. Öll félög sjálfstæðismanna sem ályktuðu um Icesave vildu fella samninginn utan eitt félag - Garðabæjarfélag Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson heldur að nafninu til formennsku í Sjálfstæðisflokknum enn um sinni. En formaður sem víkur jafn langt frá flokksfélögum sínum mun ekki leiða flokkinn til neinna sigra.
Bjarni Ben. er raðmistakastjórnmálamaður. Hann skrifaði í félagi við Illuga Gunnarsson þingmann alræmda grein í desember 2008 sem opnaði á stuðning við Evrópusambandsaðild. Eftir að flokkurinn fékk sína verstu útreið í manna minnum, vorið 2009, lét Bjarni hjá líða að efna til uppgjörs við hrunkvöðla i þingflokknum.
Icesave-málið sýnir formann Sjálfstæðisflokksins á pólitískri eyðieyju þar sem eini félagsskapurinn eru skötuhjúin Jóhanna Sig. og Steingrímur J.
Icesave-samningur samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki skrýtið að stjórnarkreppan viðgangist.
Það er engin alvöru valmöguleiki eins og staðan er nú.
Því miður. Því er nú ver og miður!
jonasgeir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 17:00
BB er búinn að vera.
Finito.
Pólitíska kreppan dýpkar enn.
Þetta endar með sprengingu.
Karl (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:28
Dómstólaleiðina takk. Eina færa leiðin til að aflúsa fjármála- og stjórnmálakerfið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:36
Erfiðleikar N1 gætu átt þátt í kúvendingu Engeyjarprinsins,hvað skyldi vera búið að lofa honum fyrir þessa kúvendingu sína og meðreiðasveina hans. Því má ekki gleyma hve Bjarni breyttist eftir að Hæstiréttur strokaði yfir stjórnlagaþingið,því var Bjarni fegin,og er greinilega að launa fyrir sig.
Númi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:49
Það er vonandi að Andríki eða Morgunblaðið geri könnun á fylgi flokkana og þá fylgi Bjarna innan flokksins. Sem og hvort einhver breyting hafi orðið á afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Lítil hætta á að Baugmiðlarnir með Rúv gangi í málið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 19:17
Geir hafði rétt fyrir sér þegar pottarnir voru barðir: "að koma á stjórnar-kreppu verður síst til að bæta stöðu landsins".... og hvað er komið í ljós?
Hugsjónarmenn/konur vaða nú uppi og telst til að ekki þurfi þau að hlýta landslögum. Spillingin og þensla ríkisbáknsins er meiri en nokkurntíma og lygin er birt með stóru letri allra blaða sem N.B. eru í eigu/leigu flokkanna og ekki einu sinni RÚV eftir með óháða umfjöllun.
"Kúba norðursins" er hrós..... við erum "Zimbabwe Norðursins".
Óskar Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 19:23
Algjörlega. Og æfilangri samfylgd minni og Sjálfstæðisflokksins er lokið með öllu verði þessum drengsaula ekki sparkað sem allra fyrst. Fyrr kysi ég jafnvel Birgittu.
Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:40
Ja hér, og nú heitir hann Garðabæjarformaðurinn....Soldið fyrirsjáanlegur Páll ?
hilmar jónsson, 16.2.2011 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.