Leynd til góðs? Tæplega

Í skjóli leyndar gróf um sig krabbamein í fjármálalífi þjóðarinnar sem leiddi til hrunsins haustið 2008. Bankaleyndin var gróflega misnotuð til að fela glæpsamlega fjármálagjörninga. Alþingi fékk skýrslu sem fletti ofan af spillingunni sem þreifst í skjóli leyndarinnar.

Þegar Seðlabanki Íslands heldur leyndarhyggjunni á lofti með því að stimpla sem trúnaðarmál skuldastöðu þjóðarbúsins heggur sá er hlífa skyldi. Seðlabankinn ætti í ljósi hrunsins að leggja sig fram um að upplýsa stærri og smærri kima fjármálalífsins.

Meðvirknin sem formaður fjárlaganefndar sýnir Seðlabankanum bendir ekki til þess að alþingi hafi dregið réttan lærdóm af afleiðingum leyndarhyggju fjármálastofnana.


mbl.is Gagnrýna leynd um skuldastöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bankaleyndin er gróflega misnotuð til að fela glæpsamlega fjármálagjörninga og ríkisstjórnin er handbendi hryðjuverkamanna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 07:40

2 identicon

hvaða glæpapakk ættum við að kjósa næst

gisli (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 08:12

3 identicon

nú er búið að birta það sem þór saari kallaði leyniskýrslu seðlabankans. hún sýnir að erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan árið 1989.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:58

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bankaleynd finnst mér brandari hjá þjóð sem hleypti skattstofunum í alla reikninga landsmanna. Allar stöður eru forprentaðar á skattframtölin. Af hverju ekki að leyfa öllum að vita allt um skuldir og eignir? Svona bananaþjóðfélagi hæfir ekki annað.

Halldór Jónsson, 16.2.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband