Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Þingmenn auglýsa lýðræðisflótta
Flótti alþingismanna frá þjóðinni verður ekki betur auglýstur en með næturfundum á þingi. Icesave-samningurinn er ekki undir neinum kringumstæðum að falla á tíma. Aftur er meirihluti þingmanna fallinn á prófinu sem mælir hvort þeir starfi í þágu almannahagsmuna, eins og þeir eru kosnir til, eða hvort aðrir og sértækari hagsmunir ráða för.
Þingfundur fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað eru þeir á flótta,þjóðin er að svara fyrir sig og hættir ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2011 kl. 21:41
Þetta er eitthvað það daprasta sem ég hef orðið vitni að á Alþingi. Hversu lágt ætlar fjármálaráðherra landsins að skríða til þess að neyða þessum ólögum ofan í þjóðina? Hún skal borga sama hvað það kostar hugsar hann svo og hlær eða hvað á maður að halda?
Sigurður I B Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 22:22
Þetta er alltaf svona hjá þeim... "Það verður að klára þetta annars verða hér biblíulegar hamfariar".....
Og svo gerist ekkert!
Friðgeir Sveinsson, 15.2.2011 kl. 23:13
Hvað gengur fjármálaráðherranum til?
Hefur Samfylkingin á honum slík tök?
Er ekki valdasýki öfgamanns líkegasta skýringin?
Þetta fólk virðist tilbúið til að fórna þjóðinni sjálfri á altari eigin valda.
Óhugnanlegt.
Karl (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.