Viðskiptalífið verður að athlægi

Í viðskiptalífinu er samkeppni um kjánalegustu skoðanakönnunina. Viðskiptaráð reið á vaðið og spurði félagsmenn sína hvort þeir vildu íslenska krónu eða ,,einhverja aðra mynt". Vænn hluti félagsmanna vildi aðra mynt en ,,einhver önnur mynt" er bara ekki til. Í raunheimi er til dollar, norsk króna, evra, yen og svo framvegis en gjaldmiðillinn ,,önnur mynt" er ekki til.

Til að toppa Viðskiptaráð stóð Félag atvinnurekenda að könnun meðal félagsmanna sinna. Í frásögn Fréttablaðsins segir

Þegar kemur að ESB-viðræðunum segjast 58 prósent fylgjandi og 28 prósent andvíg. Varðandi inngöngu í ESB sagðist 41 prósent andvígt en 34 prósent fylgjandi á meðan fjórðungur tók ekki afstöðu.

Atvinnurekendur vilja sem sagt aðildarviðræður við Evrópusambandið en ekki aðild að ESB. Hver er punkturinn hjá atvinnurekendum? Eru viðræður sjálfstætt takmark sem æskilegt er að eyða tíma og peningum í þótt ekki sé ástæða til að ganga í Evrópusambandið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er skondið. Ruglið í þessum könnum er alveg með eindæmum.

Valdimar Samúelsson, 14.2.2011 kl. 19:59

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já og geta leift sér að senda könnun gerð af fréttablaðinu varðandi áhuga á inngöngu í ESB til höfuðstöðva ESB er algjör barnaskapur.  

Valdimar Samúelsson, 14.2.2011 kl. 20:01

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Athugið líka að í þessum félagasamtökum atvinnurekenda eru aðeins rúmlega 140 fyrirtæki af nokkur þúsund skráðum íslenskum fyritækjum. Í þennan félagsskap vantar t.d. algerlega öll stærstu og burðugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Fyrirtæki sem hafa miklu meira vægi en einhverjar smáar eða meðalstórar heildsölur eins og þarna eru mjög algengar.

Samt sem áður vill stærstur hluti þessara tilteknu félagsmanna sem afstöðu taka ekki ganga í ESB !

Gunnlaugur I., 14.2.2011 kl. 20:06

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er arfleið útrásaráranna Páll. Viðræður er flott. Fallið gæti boðsmiði í matar- eða kaffiboð út af borðinu. En við meinum ekkert með þessu. 

Þess utan skil ég þá vel því þeir hafa ekkert annað við tímann að gera á meðan ríkisstjórnin er að koma restinni af hagkerfinu fyrir skattanef, með stuðningi formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er transitional economics núna. Frá velmegun til örbirgðar á núll kommar fimm.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband