Aldrei fleiri Danir á móti evru

Ný skoðanakönnun í Danmörku mælir helming Dana á móti upptöku evru en 41 prósent fylgjandi. Andstaðan við upptöku sameiginlegs gjaldmiðils Evrópusambandsins hefur aldrei mælst meiri í Danmörku. Danir hafa í þrígang hafnað evru í kosningum, árið 1992 þegar Maastrict-sáttmálinn féll í þjóðaratkvæðagreiðslu, aftur árið 1993 og í þriðja sinn árið 2000 þegar greidd voru atkvæði um hvort gera ætti evru að lögeyri í Danmörku.

Forsætisráðherra Dana, Lars Lökke Rasmussen, sagði nýverið að til greina kæmi að endurskoða afstöðu Dana til evrunnar.

Berlinske Tidendesegir ólíklegt að forsætisráðherrann leggi ferlilinn að veði fyrir evruna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flestum dönum finnst óþarfi að taka upp evruna þar sem þeir eru með hana í raun. danska krónan er fastbundin gengi evrunnar með mjög þröngum vikmörkum, þ.e. innan við 1% í gegnum ERM II.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:13

2 identicon

Ég bjó í Danmörku í fjölda ára, er í raun nýfluttur heim, og held sambandi við dönsku félagana.

Ég get staðfest það sem Friðrik Indriðason segir, Danir vilja halda í dönsku krónuna af tilfinningalegum ástæðum - en vita mætavel að krónan þeirra er í raun annað nafn yfir €vru.

Myndi það sætta ykkur sem finnið ESB allt til foráttu ef við gengjum inn, en myndum halda krónunni að nafninu til? 

Ég er til í það, það er nefnilega ólýsanleg tilfinning að fá borgað fyrir vinnu sína í gjaldmiðli sem er einhvers virði, að fá greitt í gjaldmiðli sem tekur ekki 50-70% dýfur endrum og sinnum, að þéna í gjaldmiðli sem er notaður til vöruskipta af hundruðum milljóna fólks, en ekki af elítu-klíku siðblindingja á litlu skeri sem handstýrir genginu til að hámarka arð sinn og gefa skít í landsmenn sína í leiðinni.

Gunnar G (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:25

3 identicon

við gætum auðveldlega haldið krónunni þótt við göngum í esb og þá með víðari vikmörkum en danir. t.d. voru vikmörkin fyrir grísku drömkuna 15% áður en grikkir tóku upp evruna.

p.s. tekið skal fram að opinberu viðmörkin fyrir dönsku krónuna eru 2,25%. hinsvegar hafa þau aldrei sveiflast meira en innan við 1% þá sjaldan að danski seðlabankinn hefur sér ástæðu til að nýta þau.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:42

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

við gætum auðveldlega haldið krónunni þótt við göngum í esb og þá með víðari vikmörkum en danir. t.d. voru vikmörkin fyrir grísku drömkuna 15% áður en grikkir tóku upp evruna.

Nei: öll lönd sem ganga í ESB verða að taka upp evru um leið og þau uppfylla skilyrðin - afsala sér síðan öllum rétti til peningaútgáfu og leggja niður sína eigin mynt. Þau missa fullveldið í peninga og  myntmálum að fullu og öllu.  

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2011 kl. 13:55

5 identicon

Mikið óskaplega er ég sammála ykkur Friðrik og Gunnar, en ekki láta ykkur detta í hug að þverhaus eins og hann Jón Valur skilji það sem þið voruð að skrifa, hann er slíkur afturhaldsþverhaus að það hálfa væri nóg.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:00

6 identicon

Sorry, þverhausinn er að sjálfsögðu Páll Vilhjálmsson en hann og Jón Valur eru reyndar steyptir í sama íhaldsmótið. En gaman væri að kanna hversu margir eru á móti Íslensku krónunni...??.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:04

7 identicon

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2011 kl. 13:55

þú vilt sem sagt halda því fram að danir séu ekki í esb?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:04

8 identicon

Friðrik Indriðason; það er búið að breyta reglunum um inntöku nýrra ríkja síðan Danir gengu inn. Nú er ætlast til að allir stefni að upptöku evru.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:16

9 identicon

nú það er þá eitthvað til sem heitir varanleg undanþága hjá esb.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 15:00

10 identicon

Mér skilst að þetta gildi um ný meðlimaríki, en þau sem fyrr fóru inn geti haldið sínum díl eða e-ð í þá veru.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 15:08

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Friðrik Indriðason, þarna opinberar þú vanþekkingu þína eins mikið og hægt er: ÞAÐ ER EKKI TIL NEIN VARANLEG UNDANÞÁGA FRÁ RÓMARSÁTTMÁLANUM, SEM ER GRUNDVÖLLURINN AÐ ESB.

Jóhann Elíasson, 14.2.2011 kl. 15:20

12 identicon

Jóhann Elíasson, þarna opinberar þú vanþekkingu þína eins mikið og hægt er: ÞAÐ ER TIL EITTHVAÐ SEM HEITIR KALDHÆÐNI!

Svona án gríns, hvað er "díllinn" sem danir eru með annað en varanleg undanþága?!?

Gunnar G (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:12

13 identicon

og smá gáta vegna peningalegs fullveldis sem nafni minn Rögnvaldsson minnist á;

Höfum við Íslendingar einhverntímann sýnt að við séum þess verð að vera sjálfstæð og fullvalda í fjármálum  ?!?!?

[smá hint fyrir svarinu:  berðu saman gengi DKK og ÍSK síðan 1944]

Gunnar G (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband