Mánudagur, 14. febrúar 2011
Aldrei fleiri Danir á móti evru
Ný skoðanakönnun í Danmörku mælir helming Dana á móti upptöku evru en 41 prósent fylgjandi. Andstaðan við upptöku sameiginlegs gjaldmiðils Evrópusambandsins hefur aldrei mælst meiri í Danmörku. Danir hafa í þrígang hafnað evru í kosningum, árið 1992 þegar Maastrict-sáttmálinn féll í þjóðaratkvæðagreiðslu, aftur árið 1993 og í þriðja sinn árið 2000 þegar greidd voru atkvæði um hvort gera ætti evru að lögeyri í Danmörku.
Forsætisráðherra Dana, Lars Lökke Rasmussen, sagði nýverið að til greina kæmi að endurskoða afstöðu Dana til evrunnar.
Berlinske Tidendesegir ólíklegt að forsætisráðherrann leggi ferlilinn að veði fyrir evruna.
Athugasemdir
flestum dönum finnst óþarfi að taka upp evruna þar sem þeir eru með hana í raun. danska krónan er fastbundin gengi evrunnar með mjög þröngum vikmörkum, þ.e. innan við 1% í gegnum ERM II.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:13
Ég bjó í Danmörku í fjölda ára, er í raun nýfluttur heim, og held sambandi við dönsku félagana.
Ég get staðfest það sem Friðrik Indriðason segir, Danir vilja halda í dönsku krónuna af tilfinningalegum ástæðum - en vita mætavel að krónan þeirra er í raun annað nafn yfir €vru.
Myndi það sætta ykkur sem finnið ESB allt til foráttu ef við gengjum inn, en myndum halda krónunni að nafninu til?
Ég er til í það, það er nefnilega ólýsanleg tilfinning að fá borgað fyrir vinnu sína í gjaldmiðli sem er einhvers virði, að fá greitt í gjaldmiðli sem tekur ekki 50-70% dýfur endrum og sinnum, að þéna í gjaldmiðli sem er notaður til vöruskipta af hundruðum milljóna fólks, en ekki af elítu-klíku siðblindingja á litlu skeri sem handstýrir genginu til að hámarka arð sinn og gefa skít í landsmenn sína í leiðinni.
Gunnar G (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:25
við gætum auðveldlega haldið krónunni þótt við göngum í esb og þá með víðari vikmörkum en danir. t.d. voru vikmörkin fyrir grísku drömkuna 15% áður en grikkir tóku upp evruna.
p.s. tekið skal fram að opinberu viðmörkin fyrir dönsku krónuna eru 2,25%. hinsvegar hafa þau aldrei sveiflast meira en innan við 1% þá sjaldan að danski seðlabankinn hefur sér ástæðu til að nýta þau.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:42
Nei: öll lönd sem ganga í ESB verða að taka upp evru um leið og þau uppfylla skilyrðin - afsala sér síðan öllum rétti til peningaútgáfu og leggja niður sína eigin mynt. Þau missa fullveldið í peninga og myntmálum að fullu og öllu.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2011 kl. 13:55
Mikið óskaplega er ég sammála ykkur Friðrik og Gunnar, en ekki láta ykkur detta í hug að þverhaus eins og hann Jón Valur skilji það sem þið voruð að skrifa, hann er slíkur afturhaldsþverhaus að það hálfa væri nóg.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:00
Sorry, þverhausinn er að sjálfsögðu Páll Vilhjálmsson en hann og Jón Valur eru reyndar steyptir í sama íhaldsmótið. En gaman væri að kanna hversu margir eru á móti Íslensku krónunni...??.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:04
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2011 kl. 13:55
þú vilt sem sagt halda því fram að danir séu ekki í esb?
fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:04
Friðrik Indriðason; það er búið að breyta reglunum um inntöku nýrra ríkja síðan Danir gengu inn. Nú er ætlast til að allir stefni að upptöku evru.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:16
nú það er þá eitthvað til sem heitir varanleg undanþága hjá esb.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 15:00
Mér skilst að þetta gildi um ný meðlimaríki, en þau sem fyrr fóru inn geti haldið sínum díl eða e-ð í þá veru.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 15:08
Friðrik Indriðason, þarna opinberar þú vanþekkingu þína eins mikið og hægt er: ÞAÐ ER EKKI TIL NEIN VARANLEG UNDANÞÁGA FRÁ RÓMARSÁTTMÁLANUM, SEM ER GRUNDVÖLLURINN AÐ ESB.
Jóhann Elíasson, 14.2.2011 kl. 15:20
Jóhann Elíasson, þarna opinberar þú vanþekkingu þína eins mikið og hægt er: ÞAÐ ER TIL EITTHVAÐ SEM HEITIR KALDHÆÐNI!
Svona án gríns, hvað er "díllinn" sem danir eru með annað en varanleg undanþága?!?
Gunnar G (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:12
og smá gáta vegna peningalegs fullveldis sem nafni minn Rögnvaldsson minnist á;
Höfum við Íslendingar einhverntímann sýnt að við séum þess verð að vera sjálfstæð og fullvalda í fjármálum ?!?!?
[smá hint fyrir svarinu: berðu saman gengi DKK og ÍSK síðan 1944]
Gunnar G (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.