Þýskt uppgjör við evru, pakkalausn hafnað

Axel Weber Seðlabankastjóri Þýskalands átti að taka við starfi Trichet sem stýrt hefur Seðlabanka Evrópu. Í síðustu viku ákveð Weber að sækjast ekki eftir starfinu sem yfirumsjónarmaður evrusvæðisins. Yfirlýsing hans sendi höggbylgju um Evrópu. Í dag er viðtal við Weber í Spiegel. Lykilmálsgrein viðtalsins er eftirfarandi

I indicated to her [þ.e. Merkel kanslara] in January that I did not want to take part in any package solutions, in the sense of linking concrete issues to personnel decisions (editor's note: It was expected that Merkel would have to make concessions on some euro-related negotiating points in order to get her preferred candidate Weber appointed as head of the ECB). I also made it clear to her that she is completely independent in her negotiations and should not feel committed on my account.
Yfirlýsing Weber bendir eindregið til að Þjóðverjar muni á næstu misserum segja við hin 16 ríkin sem nota evru að kostirnir séu aðeins tveir. Í fyrsta lagi að halda áfram með evruna á þýskum forsendum aðhalds og lágrar verðbólgu og það felur í sér gjaldþrot jaðarríkja. Í öðru lagi að tilrauninni með evru sé lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá,  þetta er lykilmálsgreinin á Íslandi.

Weber var orðinn óþolinmóður vegna þess að Merkel var ekki búinn að tilkynna opinberlega að hún styddi hann. 

Í einni grein er talað um að hann sé á flótta undan ábyrgð.

Aðalástæðuna segir hann vera að hans skoðanir séu ekki með meirihluta innan evruríkjanna og því geti hann ekki verið Seðlabankastjóri í minnihluta.

Það getur þú lesið hér. 

Eða hér.

Eða hér.

Hvað evruna varðar, þá mun Seðlabankinn halda áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á hingað til.  Þjóðverjar óttast einnitt núna að íhaldsama stefna Þjóðverja sé í hættu.  Sjá hér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 10:51

2 identicon

Það hefur lengi legið í loftinu að Alex Weber myndi taka við stöðu bankastjóra Evrópska Seðlabankans. Hann er metnaðatgjarn og fær hagfræðingur. Hann er einnig trúr hinum hreinu fræðum hagfræðinnar og hann er ekki diplómatískur í því hvernig hann setur skoðanir sínar fram. Hann situr í stjórn Evrópska seðlabankans og allt virtist í sátt og samlyndi fram á árið 2010. kreppa evrunnar tekur á sig alvarlegar myndir og bregðast þarf við gífurlegum skuldum Grikkja, Íra, Portúgala og Spánverja. Við þesar aðstæður setur Weber fram gagnrýni á Trichet bankastjóra. Ákvörðun bankans var að kaupa umtalsvert magn af ríkisskuldabréfum frá umræddum löndum til þess að létta á skuldastöðunni. Weber setti fram opinberalega gagnrýni á þessa ákvörðun og taldi hani fela í sér verulega áhættu fyrir stöðugleika á evrusvæðinu. Hann kvartaði einnig yfir því að hann fengi ekki nægilegan stuðning frá þýsku ríkisstjórninni. Þar með var ljóst að Weber myndi ekki ná meiri frama í fjármálaheiminum. Nú heyrast raddir um það að hann verði hugsnlega bankastjóri Die deutsche Bank.( Af skiljanlegum ástæðum hjá fjalla ég ekki um útlistanir Páls á atburðarásinni.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 10:56

3 identicon

Þennan pistil eins og marga aðra má lesa á bloggsíðu heimssýnar. En eins og allir vita er Páll blaðamaður en ekki baugsmiðill en einnig hlutastarfsmaður Heimsýnar. Kannski er hann í fleiri störfum og hægt að lesa pistlana á fleiri stöðum?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:34

4 identicon

Ótrúlega ertu nú takmörkuð vitsmunavera Hrafn....  

Hvar starfar þú og hver greiðir fyrir vaktina 24/7 fyrir ESB, sem og hver eru fjárhagstengsl þín við Evrópusambandið?  Hver eru tengsl þín við stjórnvöld og ríkið, og getur verið að þú eyðir meira og minna vinnutíma þínum á vegum þess á okkar kostnað til að þykjast vita allt um Evrópusambandið og vera á sérstakri neyðarvakt yfir því sem Páll skrifar?

Af hverju ertu ekki maður nægur að halda úti þinni eigin síðu með copy/paste ESB fagnaðarboðskapnum sem eru yfirleitt ótengdir skrifum Páls og þess eðlis að það tekur ekki orðið að kíkja eftir hugsanalegum tengingum, vegna hversu tímafrekar slíkar rannsóknir eru.

Páll er öfugt við þig maður til að halda úti sinni eigin síðu á móti athugasemdarrottum eins og þér sem heldur út einni hjá honum og víðar sem má sjá þig láta lítið ljósið skína fyrir spillingargrenið í Brussel.  Minnist ekki að þú hafir nokkrum sinnum tekið á því í löngum pistlum, sem getur verið misskilningur, og hvað þá mikilli tengingu Evrópusambandsins og Nasista. 

Tilgangur þinn er augljós að reyna að tækla og eyðileggja alla þá óheppilegu umræðu sem fer hér fram, og mér er óskiljanlegt að Páll er ekki löngu búinn að henda þér út og skítnum sem þér fylgir, sem hefur ekkert með eðlileg skoðanaskipti að gera.  Þú ert þessi leiðinlegi fulli frændinn í skírnarveislunni.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:57

5 identicon

Vá Hrafn, þú lætur það hljóma eins og atvinnubótavinnu að taka við bankastjórastöðu hjá Deutsche Bank.

Gunnar R (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband