Mánudagur, 14. febrúar 2011
Þingið úr takti við þjóðina
Traust á alþingi mælist í sögulegu lágmarki. Vantraustið stafar af margháttuðum mistökum alþingis undanfarin ár. Hversu djúpt og víðtækt vantraustið er sést á því að þegar aukinn meirihluti myndast um mál á alþingi, eins og þegar forysta Sjálfstæðisflokksins samþykkir Icesave-mál ríkisstjórnarinnar, þá hrekkur þjóðin í baklás.
Undirskriftasöfnunin sem stendur núna yfir sýnir hversu litla tiltrú stjórnmálaflokkar hafa. Krafan um þjóðaratkvæði fær víðtækan stuðning út í þjóðfélaginu en aðeins lítill minnihluti á alþingi virðist taka undir.
Alþingi getur rétt þjóðinni sáttarhönd með því að samþykkja að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæði.
Undirskriftir nálgast 9.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert um undirskriftasöfnunina í Dv. Jú, einn brandari. Ekki hægt að taka þetta blað alvarlega.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 07:53
Elín...þú verður að taka með í reikninginn að það eru sumir óprúttnir aðilar sem vilja þrældóm þjóðarinnar af annarlegum hvötum og skuggalegum einkahagsmunum. Vísir hefur líka birt furðu fáar fréttir af þessu, og miðað við að engin undirskriftasöfnun hefur farið svona vel á stað í allri Íslandssögunni, er sömu sögu að segja um Morgunnblaðið. Gleymum ekki að það starfa svikarar og landráðamenn innan Sjálfstæðisflokksins.
kjosum.is (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:55
Við skulum ekki túlka það sem svo að þetta mál sýni sérstaklega litla trú almennings á stjórnmálaflokkum. Frekar sýnir hún mikinn dug almennings, þor og kraft og kjark, frelsisást, lýðræðisást og réttlætiskennd. Og verum þakklát fyrir það að þrátt fyrir tilraunir hefur ekki tekist að drepa þessa þjóð í andlegum og vitsmunalegum skilningi, við erum sterk, frjáls og úr seigara efni en óvinir okkar innanlands sem utan órar fyrir, og VIÐ MUNUM SIGRA!
Þjóðhollur (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:57
Kjosum.is kl. 16:55. Morgunblaðið - Sjálfstæðisflokkurinn ... Man þetta með þér.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.