Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Gjaldþrota bæjarfélag styður gjaldþrota SpKef
Fréttir suður með sjó herma að bæjarfélögin á Suðurnesjum styðja við endurreisn SpKef sem sólundaði fjármunum sínum annars vegar í fjölskyldutengdan fíflagang og hins vegar í almennan fíflagang. Stærsta bæjarfélagið er Reykjanesbær sem er gjaldþrota eftir brask undanfarin ár.
Hér leiðir haltur ekki blindan heldur græðgisvæddur siðleysingi siðlausan græðgissegg.
Algjörlega óboðlegt er að ein króna af ríkispeningum fari í siðspilltu hítina suður með sjó.
Athugasemdir
Hefur réttvísin ekki sýnt þessu máli, SpKef, neinn áhuga?
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:38
Gjaldþrota stjórnmálaflokkur, sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur klúðrað öllum málum í þessu landi , er að reyna sýnast eitthvað í stuðningi við einkavini sína í fjármálastofnunum !!!
Reykjanesbær er bara besta dæmið um þetta !!!
JR (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.