Föstudagur, 11. febrúar 2011
Bjóðum út stjórnlagaþing
Stjórnlagaþingið sem var gert ógilt var samsæri Samfylkingar gegn lýðveldinu. Stjórnlagaþing sem vettvangur þjóðarinnar til að ræða stjórnarskrána getur verið merki um þroskað lýðræði ef margir fá að koma að.
Því ætti að bjóða út nokkur stjórnlagaþing, 4-8, þar sem hópum einstaklinga, félagasamtökum og öðrum slíkum byðist að fá stuðning úr ríkiskassanum til að gera tillögu að stjórnarskrá.
Ef samfylkingargemsarnir sem upphaflega vildu stjórnlagaþingið geta ekki veitt fjármunum í annað fyrirkomulag sem skilar fjölbreyttum tillögum að stjórnarskrá og er lýðræðislegt staðfestir það tilræðishugsun gegn lýðveldinu.
Athugasemdir
Modern times! góð hugmynd. mjög góð og hagkvæm.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 18:23
Stið þetta eindregið !
ransý (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.