Embættismenn í ESB-áróðri

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur breytt starfslýsingum í stjórnarráðinu og gert embættismenn að pólitískum vikapiltum. Stjórnarráðsmennirnir ríða um héruð til að breiða út trú á Evrópusambandið. Ýmis verkfæri almannatengla eru þeir með í farteskinu, þar á meðal valkvæða heimsku. Á bloggi Jóns Baldurs L'Orange er sagt frá einum fundi þar sem kostnaður við aðild ber á góma. Aðalsamningamaður Íslands segist halda að við komum út á sléttu.

Um hvað það kostar að vera innan ESB – vitum það ekki. Hvað varðar reynslu Finna þá hafa þeir sum ár greitt meira til ESB en þeir fá en önnur ár öfugt svo þetta kemur nú kannski út á eitt.

Ísland mun greiða með sér í Evrópusambandinu, það er vitað frá árinu 2003 í það minnsta. Ástæðan er sú að Ísland liggur vel fyrir ofan meðallag í þjóðarframleiðslu aðildarríkja.

Dapurlegt er til þess að vita að aðalsamningamaður Íslands þekki ekki til grunnstaðreynda aðildar að Evrópusambandinu. Og svo er ætlast til að þjóðin treysti þessum embættismönnum að halda á hagsmunum sínum gagnvart Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér er nettójöfnuður Finnlands gagnvart Evrópusambandinu. Eins og sést á myndinni hefur Finnland aldrei fengið eina krónu frá Evrópusambandinu nem árið 2000 en þá fékk landið 45,52 miljón evrur greiddar frá ESB eða sem svarar til 8,8 evrur á mann eða 0,03 prósent af landsframleiðslu Finnlands. Staðan er ennþá verri hjá Svíum því þeir hafa aldrei fengið eina krónu frá ESB frá upphafi. Hér er hægt að skoða tölurnar: www.money-go-round.eu

Það er tékkneski hagfræðingurinn Petr Mach sem og fyrrverandi efnahagslegur ráðgjafi forseta Tékklands sem tekið hefur saman tölurnar og ná þær yfir öll lönd Evrópusambandsins og allar greiðslur til og frá löndunum öll árin. Hér er heimasíða Petr Mach

Mynd: nettójöfnuður Finnlands gagnvart Evrópusambandinu 

Finnland nettójöfnuður við ESB  

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2011 kl. 08:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér er nettójöfnuður Svíþjóðar gagnvart Evrópusambandinu. Eins og sést á myndinni hefur Svíþjóð aldrei fengið eina krónu frá Evrópusambandinu. Það hefur hins vegar greitt 158 miljarða sænskar krónur til Brussel frá 1995 til 2009. Þetta eru tvö þúsund átta hundruð fimmtíu og sjö miljarðar íslenskar krónur: 2.857.000.000.

Svíþjóð: nettójöfnuður gangvart ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2011 kl. 08:47

3 identicon

Hagfræðingurinn Petr Mach hefur unnið úr opinberum gögnum frá ESB margvíslegar tölulegar upplýsingar. Hann skoðar opinber skjöl og skýrslur og reiknar út(eftir löndum og árum)hvað hvert land borgar til ESB og einnig hvað landið fær. Svo dæmi sé tekið þá borguðu árið eftirtalin lönd meira til sambandsins en þau fengu :Belgía, Danmörk, Finnland, Þýskaland, Ítalía og Austurríki. Þau lönd sem fengu meir en þau borguðu voru Spánn, Bulgaría, tékkland, Pólland og Grikkland. En hvert er markmiðið með þessum útreikningum? Því svarar Mach sjálfur á money go round. Hann telur að greiðslur úr sjóðum ESB séu í andstöðu við yfirlýsta stefnu sambandsins. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka ákvarðanir um styrki til landbúnaðar eða til að styrkja byggðir.Styrkir trufla markaðinn og hægja á hagvexti. Þeir auka togstreitu milli þjóða.Hann vill afnema allt styrkjakerfið. Svo mörg voru þau orð. Að því gefnu að útreikningarnir séu réttir þá hafa þeir auðvitað gildi.Það er jafn augljóst að þetta er ekki nema hluti heildarmyndarinnar. Þegar kostir og gallar aðildar eru skoðaðir þarf að skoða fjölmarga aðra þætti.(Hér á eftir er texti sem lýsir markmiðum útreikninganna.)

As a consequence of the EU's system of contributions and subsidies there are each year countries that are net recipients of EU funds and countries that are net contributors to the EU budget.

The purpose of this site is to provide information about payments by member states to and from the EU budgets, which is not easily available from standard EU financial reports.

We also want to emphasize the fact that the money the EU spends is nothing but money taken from European taxpayers.

What do we believe in?

The authors of this site believe that most of EU spending is in contradiction with the EU's proclaimed principle of subsidiarity. Neither agricultural nor regional subsidies are something that should be politically organized, let alone through a remote supranational body.

Moreover, subsidies distort markets and thus slow down economic growth. Last but not least, this supranational redistribution of taxpayers' money is politically unhealthy - it causes animosities, not friendship between nations.

What do we want to change about the EU?

In order to reduce inefficiencies and to keep peace among European nations these subsidies and contributions should be abolished.

If the EU should continue in exietence, it should live only on about EUR 20 billion a year (about 17% of the current budget) it raises from import duties. This would be enough to finance the EU's institutions and their necessary expenditures.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 14:33

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hverjar hvatir Petr Mach eru fyrir þessari samantekt skiptir litlu máli. Niðurstöðurnar eru hins vegar áhugaverðar og gefa sterklega til kynna að við munum borga meira til ESB en það sem við þyggjum. Um það snýst málið!

Þetta staðfestir einnig að aðalsamnigarmaður Íslands fer með fleypur þegar hann fullyrðir annað á opnum fundum. Staðfestir að hann er að halda uppi áróðri fyrir inngöngu! Staðfestir að embættismenn taka pólitíska afstöðu og útvarpa henni!!

Gunnar Heiðarsson, 11.2.2011 kl. 14:50

5 identicon

Aðalsamningamaður Íslands er landi og þjóð til háborinnar skammar.  Hann er í hlutverki bílasalans hraðljúgandi gagnvart þjóðinni sem reynir að selja handónýtan jeppa á 44 tommu dekkjum sem að gömul kona hafi átt frá upphafi.  Bílasalar af þeirri sortinni voru kallaðir öllum verstu nöfnum eins og gefur að skilja.

Áhugavert að baðvörðurinn alvitri skuli enn detta í þá barnalegu gryfju að fullyrða allt sem hugnast ekki Evrópusambandsdýrðinni (þar sem meirihluti íbúa segjast vera óánægðir að tilheyra), að allt sem frá því kemur er helgiguðspjall, á meðan það sem kemur annarstaðar frá og er ekki í takt við áróðurslygina hans og Brusselskra, er allt sett fram að illum hvötum af vondum mönnum. 

Nasistar, forfeður og helstu hugmyndafræðingar Evrópumbandsins afgreiddu gyðinga og aðra efasemdarmenn á nákvæmlega sama hátt. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 17:40

6 identicon

Ein lausn fyrir alla...

http://www.youtube.com/watch?v=jIyo29pjgDI

...................

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 18:09

7 identicon

Með ESB aðild getum við tekið þátt í félagsmálapakka ESB handa þurfandi írum,  grikkjum, spánverjum og  ...

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 18:31

8 identicon

Íslenskir fræðimenn hafa að sjálfsögðu velt þessum málum fyrir sér. Nefndir, stofnanir og endurskoðunarfyrirtæki hafa verið fengin til að legga mat á hver yrði greiðslujöfnuður(nettógreiðslur) Íslands og ESB ef til aðildar kæmi. Allir taka fram að erfitt sé að meta greiðslurnar með öruggum aðferðum. Hér er stutt tilvitnun í skýrslu nefndar á vegum forsætisráðuneytisins sem birtist árið 2007. Þar segir:

Nefndin skoðaði sérstaklega áætlaðan kostnað við ESB-aðild, en hafa verður í huga að það er

flókið og erfitt að meta kostnað við aðild að ESB. Mismunandi forsendur hafa verið notaðar í

einstökum útreikningum á þessum kostnaði og niðurstöðurnar geta því verið mismunandi.202 Ískýrslunni Mat á kostnaði við hugsanlega aðild Íslands að ESB sem Deloitte & Touche vann að

beiðni utanríkisráðuneytisins í janúar 2003 kemur t.d. fram að niðurstöðurnar sem settar eru fram

í skýrslunni séu þess eðlis að þær geti aldrei orðið þær einu réttu þar sem rétt niðurstaða sé ekki

til og fæst ekki fyrr en að loknum samningum og þegar komin er reynsla af áhrifum þeirra.

Sérstaklega gildir þetta um mat á framlögum ESB til Íslands og munu þau að einhverju leyti

ráðast af niðurstöðum flókinna samningaviðræðna og frumkvæðis við að sækja þá styrki sem í boði eru.

Vergar þjóðartekjur (VÞT) á Íslandi árið 2005 voru 977.000 milljarðar kr.212 og með hliðsjón af

greiðslum Finnlands og Svíþjóðar má áætla að nettógreiðslur Íslands til ESB gætu orðið á bilinu

2,5 til 5 milljarðar kr., miðað við áætlaðan meðaltalsgreiðslujöfnuð ESB ríkja árin 2008-2013(þ.e. miðað við núverandi kerfi, Current Own Resources Decision/ORD). Ef Ísland væri í hópi

þeirra sem mest greiddu til sambandsins (með 0,5-0,62% af GNI miðað við greiðslur Breta án

núverandi leiðréttingakerfis) yrðu nettógreiðslur landsins um
5 til 6 milljarðar kr. Hins vegar

væri mögulegt að vegna uppbyggingar landsins, landfræðilegrar legu, harðbýlis og strjálbýlis,

hárra þjóðartekna á mann o.fl., yrði hlutfallið lægra eða hærra en hér er áætlað. Það verður hins

vegar að teljast ólíklegt að hægt sé að rökstyðja að Ísland myndi greiða mest allra aðildarríkja til

ESB sem hlutfall af vergum þjóðartekjum, ekki síst í ljósi hnattstöðu landsins, harðbýlis og strjálsbýlis.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband