Viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs vilja Haga

Þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eignuðust Húsasmiðjuna með viðskiptaháttum sem voru í góðu samræmi við útrásina. Árni og Hallbjörn gengu í viðskiptafélag við Jón Ásgeir Jóhannesson sem kenndur er við Baug og þótti útrásarbarnanna bestur. Árni var jafnframt meðeigandi Jóns Ásgeirs í 365 miðlum.

Félagarnir Árni og Hallbjörn eru á leiðinni að kaupa Haga, sem áður var kjarninn í innlendri starfsemi Baugs, og fjárhirslur Arion-banka sem og lífeyrissjóða standa tvímenningunum opnar.

Hverjar ætli líkurnar séu að Árni og Hallbjörn séu leppar Jóns Ásgeirs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef Jón Ásgeir tengist þessu þá er ég hræddur um að ......... ekki prenthæft!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.2.2011 kl. 23:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Allt í sama far.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2011 kl. 07:01

3 identicon

ESA kallar eftir athugasemdum vegna rannsóknar á ríkisstyrkjum til Verne Holding.

http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/state-aid/nr/1367

Eru þeir leppar sem vísa skuldum Björgólfs Thors til þjóðarinnar og veita honum ríkisstyrki í ofanálag?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 09:26

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vill einhver segja mér hvaðan Árni fær peninga? Hvað á hann á skattskýrslunni? Hvernig verða blankir menn að fjárfestum?

Halldór Jónsson, 11.2.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband