Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs vilja Haga
Þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eignuðust Húsasmiðjuna með viðskiptaháttum sem voru í góðu samræmi við útrásina. Árni og Hallbjörn gengu í viðskiptafélag við Jón Ásgeir Jóhannesson sem kenndur er við Baug og þótti útrásarbarnanna bestur. Árni var jafnframt meðeigandi Jóns Ásgeirs í 365 miðlum.
Félagarnir Árni og Hallbjörn eru á leiðinni að kaupa Haga, sem áður var kjarninn í innlendri starfsemi Baugs, og fjárhirslur Arion-banka sem og lífeyrissjóða standa tvímenningunum opnar.
Hverjar ætli líkurnar séu að Árni og Hallbjörn séu leppar Jóns Ásgeirs?
Athugasemdir
Ef Jón Ásgeir tengist þessu þá er ég hræddur um að ......... ekki prenthæft!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 10.2.2011 kl. 23:16
Allt í sama far.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2011 kl. 07:01
ESA kallar eftir athugasemdum vegna rannsóknar á ríkisstyrkjum til Verne Holding.
http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/state-aid/nr/1367
Eru þeir leppar sem vísa skuldum Björgólfs Thors til þjóðarinnar og veita honum ríkisstyrki í ofanálag?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 09:26
Vill einhver segja mér hvaðan Árni fær peninga? Hvað á hann á skattskýrslunni? Hvernig verða blankir menn að fjárfestum?
Halldór Jónsson, 11.2.2011 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.