Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Nokia-stund Sjálfstæðisflokksins
Forstjóri Nokia sendi nýverið samstarfsfólki sínu þau skilaboð að annað hvort yrði fyrirtækið steikt lifandi eða tæki áhættuna og gerði róttækar breytingar hjá sér. Nokia sat með hendur í skauti á meðan veröldin breyttist. Til að vinna upp tapaðan tíma verður að grípa til sársaukafullra aðgerða.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir Nokia-stund. Í haust eru þrjú ár frá hruni og flokkurinn hefur heykst á því að gera upp við hrunkvöðla innan og utan flokksins. Forystan er veikluleg og tvístígandi og gerir sig seka um hverja handvömmina á fætur annarri.
Yfirgengilegt dómgreindarleysi birtist í afstöðu forystunnar til Icesave-málsins. Þar lætur formaðurinn eins og höfuðandstæðingur sinn sé ritstjóri Morgunblaðsins og aðalstuðningsaðilarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Nokia er líklegra til að bjarga sér en Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að í brúnni hjá fjarskiptafyrirtækinu er maður sem sér hættuna og er tilbúinn að takast á við hana.
Athugasemdir
Steve Jobs er þrár og staðfastur maður. Trúr sinni sannfæringu fram í rauðann dauðann og fer aldrei á taugum. Þannig menn er erfitt að keppa við. Nokia á allt það sem enginn vil eiga núna; talsíma sem ekkert kosta í hverjum vasa.
Marimekko mun lifa Nokia af. Þeir eru og hafa alltaf verið trúir sinni sannfæringu. Sál Finnlands er kjarninn í skotheldu koncepti þeirra. Að selja sálina kostar á endanum sjálfstæðið.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2011 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.