Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
7 prósent þröskuldur gjaldþrota evruþjóða
Engin evruþjóð stendur undir 7 prósent áhættuálagi á lán. Þegar Portúgal fékk á sig hækkun í morgun varð Evrópski seðlabankinn að grípa inn í og kaup portúgölsk ríkisskuldabréf og bjó þannig til tilbúna eftirspurn. Fjárfestingasjóðir halda ríkisskuldabréfamarkaði lifandi og þeir hafa þegar úrskurðað Grikkland gjaldþrota og sömuleiðis Írland.
Portúgal þarf á aðstoð að halda, sambærilegri þeirri sem Grikkland og Írland fengu. Portúgölsk stjórnvöld vonast til að fá betri samninga en Írar og Grikkir og það er ástæðan fyrir því þau hafa ekki beðið um aðstoð.
Þýskaland og Frakkland reyna að koma á varanlegu viðbúnaðakerfi fyrir gjaldþrota evru-ríki en mæta mótspyrnu vegna þess að gert er ráð fyrir þýsk-frönsku forræði á fjármálum evru-ríkja auk samræmingar á lífeyrisaldri og fleiri efnahagspólitískum atriðum.
Frá evru-svæðinu mun aðeins berast vondar fréttir næstu 2-5 árin, eða þann tíma sem samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið standa yfir. Stuðningur við aðild mun minnka jafnt og þétt hér á landi. Þeir sem sækjast eftir aðild verða litnir hornauga og fá mest 10 til 15 prósent fylgi í almennum kosningum.
ECB neyddist til inngripa á markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er góð regla að halda sig við jörðina. Kreppa evrusvæðisins og einstakra ríkja innan þess blasa við öllum. Það er eitt af hlutverkum Seðlabanka að grípa ínní gangverk markaðarins. Til lengri tíma séð mun framtíð evrunnar ráðast af ákvörðunum sem þýskir og franskir stjórnmálamenn taka.Þeir eru staðráðnir í því að tryggja framtíð evrunnar. En lítum nú nánar á Portugal með aðstof upplýsinga frá bandarískum stjórnvöldum.
The Portuguese economy experienced a boost when Portugal joined the European Union (EU) in 1986 and the European Monetary Union (EMU) in 1999. In recent years, however, it has suffered from sluggish to negative growth, a ballooning budget deficit, and high unemployment, which have led to record-high spreads on sovereign debt, downgrades in credit ratings, and comparisons to Spain and Greece.
Portugal's membership in the EU contributed to stable economic growth, largely through increased trade fostered by Portugal’s low labor costs and an inflow of EU funds for infrastructure improvements. Portugal's subsequent entry into the EMU brought exchange rate stability, lower inflation, and lower interest rates. Falling interest rates, in turn, lowered the cost of public debt and helped the country achieve its fiscal targets. Until 2001, average annual growth rates consistently exceeded those of the EU average. However, a dramatic increase in private sector loans led to a serious external imbalance, with large capital account deficits that year.
The Government of Portugal managed to keep the budget deficit under 3% in accordance with the Eurozone's Stability and Growth Pact during 2002-2004. However, in 2005 Portugal’s budget deficit surged to an all-time high of 6.1%. Since then, the Socrates government has undertaken efforts to bring the budget situation under control. In 2006, the government reduced the deficit to 3.9%, mainly through revenue-generating measures, including increased collection enforcement and higher taxes. The 2007 budget further reduced the deficit to 2.6% through spending cuts and structural reforms, and the 2008 budget brought the deficit down further to 2.2%, the lowest rate in 30 years. In 2009, however, the budget deficit soared to 9.3% of GDP as a result of a more than 11% drop in tax revenue. Portugal’s public debt reached 66.3% of GDP in 2008 and 76.6% (est.) in 2009, with a projected increase to 84.8% of GDP in 2010 and 89.2% in 2011.
Helped in part by a wider EU recovery, the Portuguese economy grew by 1.9% in 2007, up from 1.4% the previous year. But a slowing regional economy saw the Portuguese economy stagnate in 2008 with zero growth, short of predictions, and decline by 2.6% in 2009. The economy has picked up in 2010 with annualized GDP growth of 1.4%, and expected growth of 0.7% in 2011.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 15:01
Hvað er að frétta af Ísland?
Allt í blómanum hér bara? : )
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 15:18
Baugsbaðhrafninn er jafn mikið úti á túni og fyrri daginn á tölvu ríkisins. Eins og hann orðar það þegar hann svara skrifum. þá er viðkomandi "lítill kall", sem á örugglega ekki við hann sjálfan... Evrópusambandsguðinn kallar hann frá störfum til að sinna spamminu sem oftast er ekki einu sinni tengt pistlum Páls.
Hann er sérfræðingur í könnunum og hvernig skal að slíkum standa, og Baugsfylkingarkönnunin sem spurði spurningu um hvort að viðkomandi vildi að könnunarviðræðurnar við "ESB" ætti að klára, þegar þeir sem til þekkja vita að engar slíkar viðræður hafa staðið heldur aðeins "AÐLÖGUNARFERLI" sem er allt annar hlutur. Gamla og góða bullið að bera saman epli og appelsínur, sem brekkan fattar ekki.
Aftur á móti sakna ég þess að hann skuli ekki vera búin að skýra fyrir okkur hversu ótrúlega heimsk könnun ESB hér á neðan er, þar sem hann jú vill meina að Guð búi í Evrópusambandinu og þaðan kemur ekkert rangt, logið, falsað, stolið eða svikið.
Bloomberg Fréttaveitan segir 15. september 2010.:
"Majorities across Europe view the euro as a “bad thing” in the wake of the sovereign debt crisis that rattled the continent, a survey showed.
Fifty-five percent of Europeans voiced negative sentiments about thecurrency, led by a 60 percent disapproval rate in France and 53 percent inGermany, according to a poll released today by the German Marshall Fund of the United States and the Italian foundation Compagnia di San Paolo."
.......................
Traust Þjóðverja í garð ESB og evru hríðfellur
26. janúar 2011
Ný könnun í Þýskalandi á vegum Allensbach-stofnunarinnar sýnir að Þjóðverjar bera nú minna traust til ESB en nokkru sinni fyrr.
63% þeirra sem svöruðu sögðust bera „lítið eða ekkert“ traust til ESB, í mars 2010 var þetta hlutfall 51%.
Aðeins 25% báru „mjög mikið eða mikið“ traust til evrópska samrunans, þetta hlutfall var 37% fyrir tíu mánuðum.
68% svarenda báru „lítið eða ekkert“ traust til evrunnar, sem er næstum sama hlutfall og fyrir sextán árum.
Er ekki nær að hlusta á "atvinnumennina" sem þurfa að notast við gjaldmiðilinn og búa í Evrópusambandsparadísinni í stað þessa holtaþokuvæls sófasérfræðinga ESB gerða út af Baugsfylkingunni?
-------------------------------
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 16:45
Alveg sammála þé Páll.
En ESB sinninn Hrafn Arnarsson er bara sem fyrr að reyna að klóra í vonlausan ESB bakkann sinn.
Auðvitað endar með því að bæði Þýskir og franskir elítu stjórnmálamenn verða neyddir til þess af kjósendum sínum að hætta þessu Sam-Evreópska tilraunaverkefni um eitt ríki og eitt allt um vefjandi alviturt leiðtogaráð og eina Samevrópska sérfæðingaskipaða þjóðarsál.
Þetta er aðeins tilbúið skrifræðis "project" fundið upp á skrifborðum Commízararáðana í Brussel og kemur að mörgu leyti í staðinn fyrir trúna á yfirburði Kommúnismans sem þjóðfélagskerfis sem væri hin eina sanna og fullkomna birtingarmynd hinns fullkomna mannlega þjóðfélagskerfis.
Trú hinna frelsuðu og heittrúuðu ESB sinna minnir um margt á trú Sovét kommana í þá gömlu daga !
Og tilgangurinn helgar alltaf meðalið hjá svona heilaþvegnum þjóðfélagslegum sértrúarsöfnuðum !
Til að svara Jóni Sig,
Þá get ég nú bara sagt það að þó margt megi betur fara á Íslandi þá er þar margt miklu betra heldur en er í flestum ríkjum ESB apparatsins.
Skoðaðu bara allar hagtölur þar að lútandi. Ég þekki þetta sjálfur búandi hér í ESB/Evru ríkinu Spáni með yfir 20% atvinnuleysi og algjöra helfrosna kreppu ogh vonleysi unga fólksins með yfir 40% atvinnuleysi.
Ég segi hér er allt nema veðrið margfallt verra en á Íslandi í þessu fjölmenna ESB/EVRU samfélagi, sem á sér litlar efnahagslegar bjargir með helfrosna EVRU með akkúrat ekkert skjól í ESB apparatinu !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 16:57
Ég þakka þeim Guðmundi og Gunnlaugi málefnaleg innlegg. Mig langar til að minnast á eitt atriði en það eru viðhorf Þjóðverja til ESB og evrunnar. Tölurnar sem Guðmundur nefnir eru réttar og álíka tölur hafa sést áður. Þjóðverjar sjá eftir markinu sem er og var tákn um efnahagslegan uppgang og sterka stöðu Þýskalands. Vinnusemi, sparsemi og ráðdeild eru dæmigerð þýsk gildi. Sameining Þýskalands kostaði gífurlega peninga og enn verða þýskir skattgreiðendur að borga brúsann. Í þetta skipti fyrir óstjórn fjármála í Grikklandi og fleiri ríkjum. Er það réttlátt spyrja menn eðlilega. Hin hlið málsins er sú að evran hefur verið þýsku hagkerfi mikil lyftistöng og Þjóðverjar hafa fyrst og síðast grætt á evrunni. Þýskur útflutningur blómstrar, hagvöxtur er góður og þýskur vinnumarkaður hefur aldrei í sögunni verið jafn fjölmennur og nú. Það ættu því að vera góðar og gildar ástæður fyrir því að vera ánægður með evruna! Vonandi hef ég tækifæri seinna til að skoða atvinnuleysið í ESB.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.