Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Framsókn sækir á Sjálfstæðisflokk
Framsóknarflokkurinn er í dauðafæri til að verða breiður sjálfstæðissinnaður borgaralegur flokkur með fylgi á SV-horninu og landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn geldur þess að hafa ekki farið í uppgjör eftir hrun, er með liðónýta forystu sem sýnir dómgreindarleysi í stórum málum sem smáum og er að auki samfylkingarvæddur að hluta.
Eftir hrun tók Framsóknarflokkurinn til hendinni og skipti út forystu og þingliði. Samfylkingarsendingin sem flokkurinn tók um boð, Guðmundur Steingrímsson, er einangruð og mun ekki eiga möguleika á endurkjöri í næstu kosningum. Hinn aðildarsinninn í þingflokknum er Siv Friðleifsdóttir og hún er að leita sér að nýrri vinnu.
Ef Híróshíma-klúður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Evrópumálum er Framsóknarflokkurinn í stöðu til að hirða landsbyggðarfylgið sem rann til Vg þegar Halldór Ásgríms sá evrópskar stjörnur í kokteilboðum í Brussel og hélt þær vísa á fylgi í höfuðborginni.
Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi eru öflugir þingmenn og talsmenn fullveldis. Formaðurinn, Sigmundur Davíð, ætti að sækja til þeirra stefnuna í Evrópumálum.
Dauðafæri eins og Framsóknarflokkurinn er í núna gefast á 30 ára fresti.
Athugasemdir
Með Sigmund Davíð sem formann er Framsókn dæmd til að hanga í rúmum 10%. Maður sem sér Vigdísi Hauksdóttur sem öflugan þingmann... þarf að huga að mati sínu á stjórnmálamönnum
Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2011 kl. 11:25
Er Framsókn nokkuð annað en samansafn auðbraskara ? Þeir voru að kaupa upp Eyjuna.is . Björn Ingi H. er ekki trúverðugur pappír eftir Orkuveitu-Rei og Borgarmálin ásamt kúlulánabraski við Kaupþing... Framsókn er flokkur sem á að hverfa af sjónarsviðinu. En þetta styður þú Páll...
Sævar Helgason, 10.2.2011 kl. 12:15
Allir hvar í flokki sem þeir eru (voru) hæla Sigmundi einnig,hann hefur að vísu nokkuð þokukennda rödd,meðan Vigdísar er eins og silfurbjalla. Aðalmálið er þó, hvað þau segja,hvernig þau vinna,í mínum huga eiga þau heiður skilinn.
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2011 kl. 12:18
Ef Sigmundur Davíð fælir fólk frá Framsóknarflokknum er það enn ein sönnun þess hve hér býr illa menntuð og lítt upplýst þjóð.
Sigmundur Davíð er eini íslenski stjórnmálaforinginn sem getur hugsað út fyrir kassann.
Mér líkar ekki stefna flokksins en formaðurinn er athyglisverður stjórnmálamaður og býr yfir djúpri hugsun.
Það sama verður ekki sagt um aðra íslenska stjórnmálamenn.
Karl (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 12:44
Má ég minna þig á hr. Páll að 3 þingmenn Framsóknar studdu aðildarviðræður? Þú gleymir Birki Jón varaformanni, kannski viljandi, veit ekki. Kannski hentaði það bara ekki umræðunni hér...
Af þeim þingmönnum Framsóknar sem standa sig hvað best held ég að Eygló Harðardóttir sé þar fremst í flokki. Formaðurinn virkar ekki mjög vel á mig frekar en Vigdís. Guðmundur er öflugur og fer sínar eigin leiðir, en af því að hann kemur úr Samfylkingunni þá er þér illa við hann...
Skúli (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 12:49
Ef framsóknarflokknum auðnast sú gæfa að hrekja af höndum sér þá Samfylkingaraðdáendur sem innan flokksins eru og taka ákveðna afstöðu gegn ESB, mun hann koma vel út úr kosningum.
Sigmundur Davíð hefur sannað sig. Það sést best á þeim pirring sem hann veldur fólki sem flokksbundið er í öðrum flokkum, sérstaklega á vinstri vængnum.
Þá er Vigdís að koma sterk fram.
Athugasemd Sævars hér fyrir ofan er vart svaraverð, en þó skal honum bent á þá staðreynd að Björn Ingi er ekki lengur í framvarðasveit flokksins. Menn geta endalaust talið upp svindl og svínarí fyrrum þingmanna. Það á við um alla flokka. Framsóknarflokkurinn á marga fyrrum þingmenn og ráðherra sem ekki er hægt að hrósa. Þetta fólk er horfið af sjónarsviðinu, flest, og nýtt tekið við. Það er meira en aðrir flokkar geta státað sig af!!
Gunnar Heiðarsson, 10.2.2011 kl. 12:59
Átti að standa stjórnmálasviðinu, ekki sjónarsviðinu.
Gunnar Heiðarsson, 10.2.2011 kl. 13:01
Framsókn er líka vís til að hirða fjöldan allan af VG-atkvæðum sem runnu til VG vegna afstöðu flokksins (á pappír) til ESB-aðildar.
Geir Ágústsson, 10.2.2011 kl. 13:43
Eins og Páll víkur að, er þingflokkur framsóknarmanna ekki í öllu samhentur um stefnuna, sem á við fleiri flokka, jafnvel í enn ríkari mæli. Tilgangslítið er að amast við hugmyndum um nýja flokka, en þeir leysa ekki allan vanda og þurfa að minnsta kosti tíma til að sanna sig og skipuleggja. Helzt hefði ég viljað sjá kosningalög, sem bjóða upp á persónukjör. Það gæti breytt einhverju, þótt ég viti ekki fyrirfram, hve miklu. Að minnsta kosti yrði margur sáttari við, hvernig hann ver atkvæði sínu.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 13:53
Ég get tekið undir allt sem þú segir Páll. Sigmundur Davíð er eini stjórnmálaforinginn sem á framtíð fyrir sér í pólitíkinni og með jafn öfluga þingmenn sér við hlið eins og þau Vigdísi og Gunnar Braga er framtíðin þeirra. Nú ríður á að þau haldi rétt á spilunum og sæki fylgi til þeirra sem hafa gefist upp á Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. Bjarni Ben hefur lagt Sigmundi Davíð tromp í hendur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.2.2011 kl. 14:51
Mikið er eg sammála ykkur Páll ,Karli , Gunnari og Tómasi og engu við að bæta þar sem þið orðið þetta snildarvel ....
ransý (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 15:38
Lofsverð framganga Framsóknarflokksins í Icesave á örugglega eftir að verða verðlaunuð af einhverjum þeirra 98.2% Nei kjósenda, og þá vel yfir það sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu.
Flest bendir til að flokkurinn er kominn mun nær þjóðinni en áður, og nýjasti afleikur Sjalla á örugglega eftir að gera sitt fyrir flokkinn. Eitt er víst að ekki eiga Samfylkingin og Vinstri grænir að njóta svika Sjallana. Icesave eitt ætti að duga til að tryggja þeim atkvæði á sama hátt og Samfylkingin, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn fá að blæða fyrir svikin við þjóðina og reyna að standa í vegi fyrir að hún fengi að kjósa.
Heyrði í mannvitsbrekku Samfylkingarinnar Magnús Orra Schram í útvarpi lýsa því að málið væri svo flókið að hann hefði þurft þrjá daga til að lesa samninginn til að komast að sömu niðurstöðu og hann tók án þess að hafa nokkru sinnum séð Svavars glæsisamninginn.
Aftur á móti á ekki að láta borgunarsinna reyna að selja það að við eigum að samþykkja þennan nýjasta af því að hann er svo mikið betri en sá glæsilegi. Það breytir nákvæmlega ekki neinu, þar sem öllum ber saman um að ólögleg krafa er um að ræða, nema Magnúsi Orra Schram sem hefur í tvígang undirritað lagafrumvarp þar sem segir að íslenska ríkið segist ekki samþykkja að það beri nokkra lagalega ábyrgð. Við eigum að samþykkja lögleysuna vegna þess að krafan er ekki jafn há og áður, sem eru rök Bjarna Ben og annarra föðurlandsvina.
Málið er nákvæmlega jafn fáránlegt og nágranni Bjarna segir hann skulda sér vegna eigin fjármálaafglapatengdum einhverjum flokksbróður Bjarna og jafnvel kunningja, og hann ætli að taka af honum húsið í staðin. Bjarni vill alltaf semja, og leggur í mikla samningavinnu sem skilaði honum það að rukkarinn tók tvöfalda bílskúrinn með báðum bílunum. Bjarni er voða glaður með samninginn að hafa ekki þurft að láta rukkarann fá húsið og bílskúrinn eins og hann krafðist í byrjun.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 16:25
Glenn Beck Íslands fílar Vigdís Hauksdóttir. Kemur svo sem ekki á óvart...
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 19:32
Aldrei datt mér í hug að kjósa Framsókn. Nú eru breyttir tímar. Engeyjar jarlinn með skuldavafningana er að teyma minn gamla flokk fyrir björg. Ef fram sem horfir, kýs ég ekki eins og vant er. Sigmundur Davíð stendur sig vel
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.