Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Írland i skuldagildru
Ólíkt Íslandi ákvað Írland að bjarga gjaldþrota fjármálakerfi með því að ríkið ábyrgðist rekstur bankanna. Írar eru evru-þjóð og urðu að sætta sig við að stefnumótun í efnahags- og fjármálum írska ríkisins er að verulegu leyti í Þýskalandi. Í stað þess að bankarnir riðuðu til falls varð það ríkissjóður Írlands sem kiknaði undan þeim byrðum sem á hann voru lagðar.
Til að bjarga írska ríkinu frá gjaldþroti fékk stjórnin í Dublin risalán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu með 5,7 prósent vöxtum. Samhliða var ráðist í harkalegan niðurskurð á opinberum rekstri sem aftur jók atvinnuleysið í tæp 14 prósent og dró úr efnahagsvexti. Þetta er skuldagildra Íra; þeir rísa ekki undir afborgunum af risaláninu þar sem efnahagsstarfsemin skreppur saman og þar með tekjur ríkissjóðs.
David MacWilliams hagfræðingur og dálkahöfundur segir að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Írlands sé að semja um gjaldþrot írska ríkisins.
Athugasemdir
Hvar eru heimildirnar fyrir því að þýska ríkið sagði Írum að ábyrgjast skuldir bankanna?
Hvar eru heimildir þínar fyrir því að stefnumótun í efnahags- og fjármálum eru í höndum þýska ríkisins?
Var það stefnumótun í Þýskalandi sem sagði Írum að leyfa þeim að stækka bankakerfið og að búa til fasteignabólu?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 07:51
Svarid vid tessum frekar einfeldnislegu spurningum Stefan er einfalt; JA. Audvitad.
Hverjir voru tad sem akvadu styrivexti i Irlandi a bolutimum.
Voru tad Irar eda Tjodverjar? ..Svar; Tjodverjar.
Og svo ad tvi ad tjodnyta tap bankanna. Tetta var allt gert i samradi vid Brussel tar sem "efnahagslegur stodugleiki" Evropu var vist i hufi.
Ta skiptir litlu mali hvad tad kostar nokkra eyjarskeggja a Irlandi.
Afsakid skort a islenskum stofum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 09:31
Jónasgeir: Heimildir?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.