Auðrónapressan fær samfylkingarviðbót

Pressan.is er á framfæri auðmanna og auðróninn Björn Ingi Hrafnsson er leppur. Eyjan.is sem löngum er talin á samfylkingarvæng stjórnmálanna bætist við auðrónaútgáfuna. Til að taka af öll tvímæli um að samfylkingartónar verði ríkjandi er Karl Th. Birgisson ráðinn ritstjóri Eyjunnar. Karl Th. er fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar og ræðuskrifari seinheppnasta ráðherra lýðveldissögunnar, Björgvins G. Sigurðssonar.

Gagnsókn föllnu auðmannanna er í undirbúningi og aðkeypt pólitísk velvild er hluti af herfræðinni. Baugur notaði sömu meðöl á sínum tíma og Samfylkingin var auðkeypt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingeldir spekingar og meira te. Einmitt það sem þurfti!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 18:23

2 identicon

Afleitar fréttir.

Glæpalýðurinn og handbendi hans ráðast enn gegn fjölmiðlun og upplýsingarétti fólksins í landinu.

Karl (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 18:30

3 identicon

Eyjan verðskuldar varla að kallast fjölmiðill. Hún sérhæfir sig í að endursegja fréttir frá öðrum, oftar en ekki með bullandi ónákvæmni og sérkennilegum fyrirsögnum. Ég mundi skjóta á, að sjálfstæð efnisöflun væri vel innan við 3%. Nokk er sama, hver á þetta fyrirbæri og stjórnar því. Það getur varla versnað. Ef auðrónarnir græða á þessu ævintýri, eru þeir ótrúlega snjallir.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 19:45

4 identicon

Hvað er þá mikið eftir af 5 milljörðunum frá Evrópusambandinu sem á að setja í að kristna skrílinn með ESB guðspjöllunum og paradísarkomunni?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 19:48

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Fallinn auðmaður er "auðvisi"...

Ómar Bjarki Smárason, 10.2.2011 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband