Samfófasismi skilgreindur

Brynjar Níelsson lögfræðingur skilgreinir samfylkingarfasisma í Pressupistli. Rétt eins og fasistar fyrri tíðar telur Samfylkingin sig handhafa almannaviljans. Og í góðu samræmi við hroka fyrirrennara sína telja samfófasistar á Íslandi nauðsynlegt að brjóta dómstólana undir flokksvald. Brynjar skrifar

ég [hef] óbeit á grimmd og lögleysu, sem pólitískir sérvitringar á öllum tímum eru reiðubúnir til að boða. Snillingar réttlætisins hefðu ekkert nema gott af því að kynna sér hvernig réttarfar þróast í ríkjum, sem sogast inn í óskapnað pólitískra hugmyndakerfa, sem telja sig bjóða meira og ríkulegra réttlæti, en hið klassíska réttarríki, sem Vesturlönd hafa þróað, getur veitt.

Til að verjast samfófasisma þarf að standa í ístaðinu. Samfófasimi leggur sig fram um að hanna atburðarás með auglýsinga- og áhróðursherferðum þar sem meðhlauparar úr röðum fjölmiðlamanna véla með pólitíkusum. Ístöðulítið fólk eins og forysta Sjálfstæðisflokksins gengur undir jarðarmen ofbeldisins ef það býr ekki að lífsskoðun sem veitir kjölfestu gegn hugarfarsmengun eins og samfófasisma.

 

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Ert þú Glenn Beck Íslands?

Guðmundur Karlsson, 9.2.2011 kl. 12:05

2 identicon

Gleymdir þú nokkuð að taka töflurnar þínar i morgun?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 12:31

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Teitur, ólíkt þér er ég ekki alkahólisti og þarf ekki á geðlyfjum að halda.

Páll Vilhjálmsson, 9.2.2011 kl. 12:36

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður pistill Páll, um pólitíska tækifærismennsku Samfylkingarinnar. Þeir segja eitt í dag og annað á morgun og ekkert breytir því að þeir eru alltaf jafnsannfærðir um að síðasta skoðun sé líka sú sem þeir höfðu í gær.

Minnisfrumur Sf (og sumra Vg) ná aðeins til augnabliksins NÚNA.

Ragnhildur Kolka, 9.2.2011 kl. 12:54

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður pistill hjá þér Páll.

Það má heldur ekki gleyma þeirri tengingu sem Samfylkingin hefur við fasisma, óróðursherferðir. Þetta er rauður þráður hjá þessum flokk, aldrei stíga þingmenn og ráðherrar flokksins í pontu öðru vísi en tala um "jafnaðarmennsku", sem eru einhver mestu öfugmæli af þeirra munni, eða "íhaldið" sem eitthvað skammaryði.

Svona væri lengi hægt að telja upp, en megin þemað er að nota jákvæð orð um allt sem snýr að eigin flokki en neikvæð ef um flokk andstæðinganna er rætt, jafnvel þó þau orð séu einungis neikvæð í þeirra eigin hugarheimi.

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2011 kl. 13:21

6 identicon

Þú ert sjálfur mikill áróðursmaður og uppskerð mikil fagnaðarlæti íhaldsmanna. Þú talar mikið um Baugspenna og aðra launaða penna, en í guðanna bænum upplýstu okkur hver borgar þín skrif. Ekki telja okkur trú um að þetta sé allt hrein sjálfboðavinna. Þú hefur aldrei gert að umtalsefni launuð skrif manna sem eru á sama máli og þú. Hefur þú t.d. gert að umtalsefni ríkisstyrkt skrif Bændasamtakanna gegn ESB?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 14:02

7 identicon

Ég er ekki viss um fasismann.

En þetta er örugglega sýkópatía.

Karl (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 14:03

8 identicon

Ef maður hafði efasemdir um meint ágæti stjórnmálaþingsins sem þjóðin hafði nánast engan áhuga á, þá eru áhangendur og sér í lagi mannvitsbrekkurnar sófasérfræðingarnir sem vilja kenna hæstarétti lög og túlkun þeirra búnir að tryggja að hann er orðin að engu.

Þeir "stjórnlagaþingmenn" sem "kjörnir" voru ólöglegum kosningum, sem hafa lýst því yfir að ekki er ástæða að fara að lögum, á að tryggja strax að komi aldrei til greina til að vinna jafn vandasamt verk, einfaldlega að þeir hafa ekki minnsta skilning á verkefninu.  Augljóslega heppnaðist kosningin engan vegin, þó að lögleg hefði verið með að þessir aðilar höfðu náð kjöri.  Slembiúrtak úr símaskránni hefði ekki getað verið verra, því að örugglega er meginþorri þjóðarinnar heiðarlegur og vill fara að lögum.  

Segir manni allt um hversu mislukkað þetta rugl er, og að sjá nákvæmlega hvaða álitsgjafar, þingmennum og ráðherrar hafa farið á límingunum vegna þess að óumdeilanleg hrein og klár lögbrot eiga ekki að fást að líðast hjá kommum og krötum.

Hvernig ætli kommar og kratar hefðu látið ef að það hefði verið Björn Bjarnason og Davíð nokkur Oddsson hefðu verið í hlutverki Ögmundar og skrækjandi Jóhönnu og öll hörmungaratburðarrásin hefði verið sú sama, og þeir ætlað að taka lögin í sínar hendur með samskonar sóðaskap sem þeir hefðu látið dynja á Hæstarétti?

Hefðu mannvistbrekkurnar álitsgjafarni , þingmenn krata og komma sem Brynjar fjallar um og til dæmis bloggróninn Teitur varið lögleysuna að sama kappi.....???  -  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 15:08

9 identicon

Ég hugsa að "kommar og kratar" hefðu látið eins og þið Sjálfstæðismenn látið núna ef þetta hefði gerst á tíma Davíðs og Björns, þ.e. að gera lítið úr öllu og öllum sem að þessu máli koma nema Hæstarétti, Guðmundur!

Skúli (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 19:31

10 identicon

Brynjar Nielsen er undarlegur maður. Nú telur hann að þáttastjórnandi og 2 þekktir blaðamenn og bloggarar vilji menningarbyltingu á Íslandi. Hvorki meira né minna.  Einnig virðist hann telja að gagnrýnin umræða um úrskurð Hæstaréttar sem byggð er á þekkingu, rökfræði og lögum megi tengja við fasískar hugmyndir. Hvílíkt rugl? Hvað er þá krafan um endurupptöku?Tilraun til fasísks valdaráns? Orð eru gildishlaðin og þau hafa sögulega skírskotun. Árin milli heimsstyrjaldanna var tímabil fasismans. Fasistar náðu völdum í nokkrum löndum og nutu mikils stuðnings í fjölmörgum löndum. Með lokum seinni heimsstyrjaldar líkur sögulegu tímabili fasismans. En hver voru helstu einkenni hans? Í símskeytastíl og tekið af Vísindavef.:Þannig boða fasistar öfgafulla þjóðernishyggju og lofsama rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum. Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina. Fasistar höfða til einingar þjóðarinnar sem þeir vilja sameina gegn meintum óvinum ríkisins. Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags.Félagslegur darwinismi, kenningin um það að hinir hæfustu lifi af, er ein af þungamiðjum fasismans. Fasistar heimfæra hana gjarnan á samskipti ríkja og útkoman verður yfirgangssöm utanríkisstefna. Fasistar telja að friðsöm ríki eigi litla framtíð fyrir sér og því verður hernaðarhyggja, stríðsrekstur og jafnvel heimsvaldastefna rökrétt framhald fasismans.

Stundum, en alls ekki alltaf, boða fasistar kynþáttahyggju þar sem því er haldið fram að einn kynþáttur sé æðri og rétthærri öðrum. Þessi áhersla er það helsta sem aðgreindi Þýskaland nasismans frá öðrum ríkjum þar sem sem fasismi var við lýði; í þeim var ekki lögð áhersla á kynþáttahyggju.
 Lýðræði, einstaklingsfrelsi og fjölbreytileiki er samt sem áður eitur í þeirra beinum, enda eiga réttu leiðtogarnir að hafa vit fyrir þegnunum og skynja hvað fólkinu er fyrir bestu. Þessu fylgir alræði þar sem litlum kjarna manna með sterkan leiðtoga í broddi fylkingar er ætlað að stjórna. Valdið streymir niður á við frá valdhöfunum til fjöldans.Í daglegu tali er orðið oft notað sem skammaryrði yfir einræðisstjórnarfar, valdníðslu og yfirgangssemi. Miðað við upprunann fer ágætlega á því.





Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband