Tvenn mistök ríkisstjórnarinnar, fyrir utan það að vera til

Ríkisstjórnin er með alltof marga bolta á lofti enda falla þeir í gólfið einn af öðrum. Umsóknin um ESB, breytingar á kvótakerfi og stjórnlagaþingið eru mál sem ríkisstjórnin valdi sér sem viðfangsefni en þurfti ekki að setja á oddinn. Önnur málefni s.s. skjaldborg heimilanna, endurreisn atvinnulífsins, Icesave og jafnvægi í efnahagsbúskapnum fékk ríkisstjórnin í fangið og varð leysa úr eftir bestu getu.

Ríkisstjórn sem ætlar sér of mikið fellur óðara í næsta pytt sem er að forgangsraða ekki. Án forgangsröðunar er illmögulegt að setja dagskrá umræðunnar. Ríkisstjórn án frumkvæðis þarf iðulega að bregðast við uppákomum í samfélaginu og hrekst fyrir veðri og vindum.

Þegar ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók til starfa og voru þau boð látin út ganga að vinstrimenn hefðu tekið völdin á Íslandi. Dramb kemur ekki í stað stjórnkænsku.

 


mbl.is Fá ekki meiri hækkanir en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðisgenginn flumbrugangur í stórmálum og algjör kyrrstaða í öðrum einkennir þessa gæfu- og hæfileikalausu ríkisstjórn.

Hér þurfti að knýja fram stjórnlagaþing, Icesave, ESb umsókn og fleira.

Á sama tíma má siðleysið í banka- og fjármálakerfinu bara bíða og engu skiptir þótt fjöldi heimila og fyrirtækja fari í þrot.

Sennilega er þetta fyrst og fremst flumbrugangur og heimska.

En líka verður að hafa í huga að VG fær frítt spil við að breyta þessu landi í sósíalískt alþýðulýðveldi gegn því að vinir Samfylkingarinnar sem fjárfestu í flokknum og mörgum þingmanna hans fá að vera í friði.

Þessarar ríkisstjórnar verður minnst fyrir spillingu og hreina heimsku.

Karl (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Vinstristjórnir hafa verið afar mynnisstæðar yfirleitt þá sérstaklega af endemum.  Og RUV blessar gjörðir stjórnarinnar ,rétt eins og Prafda í Rússlandi á dögum Stalíns.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.2.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband