Samfylkingin athugi sinn gang

Hönnun atburðarásarinnar frá ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings gekk út það að skapa tortryggni í garð Hæstaréttar og undirbúa jarðveginn fyrir atlögu að dómsniðurstöðunni. Forsætisráðherra gaf tóninn á alþingi þegar hún úthúðaði ,,íhaldinu," útgerðinni og Hæstarétti fyrir að standa gegn flokksvilja Samfylkingarinnar.

Um 35 prósent þjóðarinnar kusu til stjórnlagaþings og þar með sýndi þjóðin hug sinn til gæluverkefnis kratanna. Stjórnarskráin er ekki í neinum skilningi bráðaverkefni. Þegar margháttaðar gallar á kosningunum leiddu til ógildingar þeirra hefði málið átt að vera dautt. En Samfylkingin bjó til hópefli í kringum  stærðfræðing sem komst að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hefði átt að dæma á annan veg. Lögfræði stærðfræðingsins fær ekki háa einkunn hjá lögmanni sem athugar málið.

Atlaga að Hæstarétti, eins og sú sem Samfylkingin stendur að, er alvarlegt mál. Stjórnmálaflokkur sem tekur þátt í slíku athæfi stundar ekki stjórnmál heldur er grafið undan hornsteini réttarríkisins.


mbl.is Rengir ekki niðurstöðu Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hversvegna í ósköpunum var þessi krúttlega en annars ómerkilega húsmóðir að bjóða sig fram til þessa þings?

Telur hún sig virkilega hafa eitthvað fram að færa? Ef svo er, er það byggt á reynslu og menntun? :)

Guðmundur Pétursson, 9.2.2011 kl. 01:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Járnfrún á háa céinu, óárennileg, síðan hófst ráðabruggið.

Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2011 kl. 02:13

3 identicon

Eru semsagt allir þeir sem eru ósammála dómnum að einhverju leyti og finnst rangt hafa verið staðið að þessum dómi og vilja að það verði farið yfir málið aftur flokkaðir sem Samfylkingin?  Þú notar orðið Samfylkingin yfir ansi margt, meira en bara þann flokk, heldur flest það fólk sem hefur gjörólíkar skoðanir á hlutunum en þú, eins og stjórnlagaþingi og ESB.  Ekki er Gísli Tryggvason Samfylkingarmaður, þó þú myndir líklega kalla hann það.  Mér finnst magnað að þú náir jafnvel að tengja íþróttafréttir við þennan uppáhaldsflokk þinn, sbr. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1140683/! Ekki slæmt!

Skúli (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband