Stjórnskipun Samfylkingar

Samfylkingin vill ekki una stjórnskipun lýðveldisins og krefst þess að Hæstiréttur dæmi samkvæmt múgræðinu. Eftir úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings kveikir Samfylkingin elda í samfélaginu og hefur í frammi hótanir verði ekki gengið að kröfum flokksins og úrskurður Hæstaréttar sniðgenginn.

Samfylkingarhópurinn úr röðum 25 menninganna ógildu stendur á bakvið kröfu um endurupptöku á málinu en Gísli Tryggvason er talsmaðurinn.

Þjóðin hefur ekki áhuga á múgræði Samfylkingar.

 


mbl.is Formlega farið fram á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Gísli er í framsóknarflokknum.

Sigurður Sveinsson, 8.2.2011 kl. 16:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Skipta menn ekki um flokka eins og skó.

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2011 kl. 17:02

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er nú í fyrsta sinn sem Gísli nær einhvers staðar kjöri og því skiljanlegt að hann sé dálítið sár.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2011 kl. 17:12

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég verð nú seint talinn Samfylkingamaður en það var "skítalykt" af þessum kærum, það vita allir sem vilja vita. En að breytir auðvita engu um niðurstöðu Hæstaréttar hann stendur að sjálfsögðu.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.2.2011 kl. 18:52

5 identicon

Niðurstaða Hæstaréttar er lögleysa. Til að bjarga heiðri sínum verður hann að taka málið upp aftur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 20:57

6 identicon

þessar kosningar voru meingallaðar, t,d, fengu áhafnir margra fiskiskipa ekki að kjósa því tími til utankjörfundar var alltof stuttur enda voru sjómenn taldir óæskilegir kjósendur. þetta hefði einhvern tíma verið  talið mannréttindabrot. umræða um þetta var ekki leyfð af stjórnvöldum í aðdraganda kosninganna. Kosningakerfið var mjög flókið og tortryggilegt að þeir sem hönnuðu kerfið komust inn   lítt þekktir 

Öll  kynning var í molum og eingöngu nokkrir einkavinir Egils Helga gátu komið sýnum málum að. Ekkert tillit var tekið til þess að netsaband er í molum víða á landsbyggðinni og á miðunum í kringum landið Hef þá trú að þetta hafi líka verið taldir óæskilegir kjósendur

talningin var mjög dularfull  menn sátu bak við luktar dyr í fleiri daga, þegar niðurstaða úr talningavélunum hefði á að vera tilbúinn  eftir nokkrar klst.  og virtust vera að ráða ráðum sínum hverjir ættu að fá að komast að kjötkattlinum

Niður staðan var ákveðinn öfga- einkavinavinstri hópur sem hefði góð tengsl inn í helstu fréttamiðla ríkisstjórnarinninnar. Þegar kosið  var um icesave skoraði Jóhanna  á þjóðina að hunsa þær og lýsa  þannig andúð sinni á þeim. Ég tel að þjóðinn hafi hlítt kalli henar og hunsað stjórnlagaþings kosningarnar vegna allra galla, tilgangsleysi og kostnaðar sem rennur að mestu leyti í vasa einka vina ríkisstjórnarinnar 

Ég legg til ef kjósendalistar eru til enn þá, að þeim sem kusu verði sendur reikningurinn fyrir þessu bulli en hann    er eitthvað um 10.000 kr.  á  hvern kjósanda bara sanngjart að þeir sem vilja þetta borgi.  En þeim 65% sem vilja ekki stjórnlaga þingið verði hlíft við því

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 21:21

7 identicon

Kannski ætti alfræðingurinn lögfróði Baugshrafninn og aðrir á hans reki að lesa þessa grein áður en þeir ganga erinda pólitískra hálfvita sem skilja ekki að ennþá er dæmt að lögum en ekki skoðunum heykvíslahjarðar Baugsfylkingarinnar.

http://www.visir.is/thvaeldust-kosningalogin-fyrir-kjorstjorn-/article/201152224126

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband