Aðildarsinnar, fólksfjölgun og hæfustu Íslendingarnir

Aðildarsinnar spáðu fólksfækkun á Íslandi og að landið færi hægt en örugglega í eyði ef við drifum okkur ekki í faðm Evrópusambandsins. Hér er skemmtileg útgáfa af spádómsgáfu aðildarsinna

Nýlegar tölur frá Hagstofunni benda til að við séum einmitt byrjuð í þessu ferli sem getur tekið nokkra áratugi.  Brúttó útflutningur á Íslendingum heldur áfram á sama tíma og brúttó aðflutningur á erlendu vinnuafli byrjar.  Það er einfaldlega ekki til vinnuafl til að manna ákveðin störf, vegna þess að hæfustu Íslendingarnir eru að vinna sömu vinnu í Noregi á tvöföldu kaupi.

Spádómur Andra Geirs er að valið standi um annað tveggja, að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu eða nýlenda Noregs. Andri gefur sér nokkra áratugi en árið 2010 byrjar ekki vel hjá honum enda mælir Hagstofan fólksfjölgun á Íslandi.

Andri Geir gæti ábyggilega sagt að hæfustu Íslendingarnir hafi flutt úr landi. Í þeim hópi eru menn eins Hannes Smárason, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og auðvitað sjálfur Andri Geir.

 

 


mbl.is Landsmönnum fjölgaði 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á vef Hagstofunnar má lesa eftirfarandi :Hinn 1. janúar 2011 voru landsmenn alls 318.452 og hafði fjölgað um 822 frá sama tíma árið 2010. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 0,3%. Fólksfækkun var á fimm landsvæðum, mest á Vestfjörðum, en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum um 1.434 milli ára. Það jafngildir 0,7% fjölgun á einu ári. Á vefnum fá finna margvíslegar tölfræðilegar upplýsingar, m.a.um búferlaflutninga milli landa. Árið 2010 fluttu alls 4340 Íslendingar af landi brott en 2637 fluttu til landsins. Munurinn er 1703. 3419 erlendir ríkisborgarar fluttu af landi brott en 2988 fluttu til Íslands. Munur er 431. Af þessu leiðir að brottfluttir umfram aðflutta er 2134.  Fjölgunin skýrist af því að fæddir á árinu eru umtalsvert fleiri en dánir og hefur svo verið um alllangt skeið.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 13:59

2 identicon

Það er staðreynd að mikið af hæfu og vel menntuðu er að flýja land þessa mánuðina.

Flýr skattabrjálæði, óhæfa og spillta stjórnmálamenn og kærir sig ekki um að lifa í sósíalísku alþýðulyðveldi öfgmanna og siðleysingja.

Ég þekki sjálfur mörg dæmi þess.

Karl (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 14:10

3 identicon

Hvort ætli sé nú eftirsóknarverðara að vera nýlenda Noregs á tvöföldu kaupi eða undirsátar Brusselveldisins á hálfu kaupi?

..Ég bara spyr.  Enda brottfluttur í bili í leit að þekkingu, reynslu og hærra kaupi.

....Á kallin eftir að komast heim, nokkurn tíma?

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 15:26

4 identicon

Ekki veit eg hvernig þetta getur staðist , og vekur furðu mina sem svo ótal margra sem telja sig vita betur . Er þetta ekki bara ein blekkingin  ???

ransý (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 15:36

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Auðvitað fara allir eins og Andri Geir sem geta komist í betra líf annarsstaðar. Hér er ekkert fyrirsjánlegt nema meiri eymd, meiri höft, meiri skattar, meiri verðbólga, fleir verkföll. Fleiri útlendingar frá allsleysislöndum þynna svo út möguleikana á velferð þeirra sem eftir eru. Þetta er Alþýðulýðveldið Ísland í dag.

Halldór Jónsson, 8.2.2011 kl. 16:38

6 identicon

Þetta er staðreynd að þjóðinni fjölgar þrátt fyrir kreppuna og þrátt fyrir að við séum ekki í ESB og ekki heldur með Evtru.

ESB aðildarsinnar voru búnir að óska og spá að hér flyttust tugir þúsunda brott til ESB landanna til að leita betra lífs.

Fjölgun er óvíða meiri en á Íslandi um þessar mundir ef horft er til ríkja ESB.

Tökum ESB og Evru landið Írland sem dæmi en talið er að Írum muni fækka um allt að 250 þúsund frá kreppu ef þetta ár er meðtekið eða um heil 5% á 3 árum.

Sérhver er nú EVRU OG ESB SÆLAN ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 16:56

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_European_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita

Íslenska efnahagsfræðinga Ráðstjórnin skammast sín ekki. Spánn fellur niður um eitt sæti, en Ísland um 10 sæti.

Hér verða fáir niðjar landnámsmanna 2041. Það er gott að búa í Írlandi í samanburði.

Þagar almenningur eyðir í Íslenska framleiðslu [hráefni og mannafli Íslensk]kallast það fjölda fjárfesting sem skilar sér í aukningu þjóðartekna stöðug aukning í evrum/dollurum er stöðugur raunhagvöxtur.

Þegar eytt er í veðbréf og hlutbréf kallast það sparnaður sem ekki er talinn til tekna. 

Erlendar skammtíma fjárfestingar í grunn EU fullvinnslunnar skil 1 starf hér og 4 hjá þeim, fastri láleigutekju hjá okkur og hávirðisauka í EU.

Júlíus Björnsson, 8.2.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband