Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Bendtner-heilkenni Samfylkingar
Fótboltamaður að nafni Nicklas Bendtner er fyrirbæri fyrir það hve sjálfstraust leikmannsins er mikið. Samkvæmt íþróttasálfræðingum er sjálfstraust hæfileikinn til að trúa á eigin getu þrátt fyrir mistök, m.a. með því að kenna öðrum um mistökin. Aðferð Bendtners er þekkt á Íslandi sem samfylkingaraðferðin.
Samfylkingin vildi stjórnlagaþing en fékk ekki vegna ógildra kosninga - og kenndi Sjálfstæðisflokknum um.
Samfylkingin vildi hraðferð inn í Evrópusambandið en fékk ekki - og kenndi Vinstri grænum um.
Samfylkingin fékk ekki að hengja Icesave II á þjóðina - og kenndi forsetanum um.
Samfylkingin er forystulaus flokkur og kennir sjálfstæðimönnum um að hafa rænt frá sér Bjarna Ben.
Sjálfstraust Bendtners sprengdi skalann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert búinn að vera frábær þessa dagana Páll.
Aumingja Samfylkingin. Hún þyrfti að fá skráningu sem húsdýr ESB, þá gætu dýraverndunarlög hugsanlega myndað skjaldborg um hana.
En á meðan hlær maður út í eitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2011 kl. 11:42
Hverning væri ef Samfylkingin færi nú að kenna fyrrum eigendum
Hverning væri ef Samfylkingin færi nú að kenna fyrrum stjórnedum og eigendum Landsbankans um Icesave og létu þá sæta ábyrgð.
og stjórnendum Landsbankans um Icesave og láta þá sæta ábyrgð?
Sigurður I B Guðmundsson, 8.2.2011 kl. 11:50
Að lokum stela þeir Soffíu frænku sjálfri.
Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2011 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.