Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Samfylking býður Bjarna Ben forystuhlutverk
Óopinbert vefrit Samfylkingarinnar biðlar til Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að leiða íslenska krata úr ógöngunum sem aðildarumsóknin hefur ratað í. Ákallið er klætt í aðdáunargrein um Angelu Merkel sem leiðir systurflokk Sjálfstæðisflokksins í Þýskalandi. Merkel reynir að þýskvæða Evrópu og Financial Times tekur ekki undir lofræðu samfylkingarútgáfunnar.
Samfylkingin er í tvíþættri tilvistarkreppu. Evrópustefnan hefur beðið skipbrot. Ráðherrar flokksins eru gerðir afturreka í Brussel og tilraunir til að setja spunavélina í gang eru svo hlægilega hallærislegar að þeir sem gefa sig í það eru aðhlátursefni.
Seinni þáttur tilvistarkreppu Samfylkingarinnar er forystuleysið. Jóhanna Sig. er lífeyrisþegi á undanþágu og næstráðandinn Össur er já, ekki til til forystu fallinn, svo notað sé diplómatískt orðalag. Ráðherrar og þinglið eru pólitísk eyðimörk.
Það er íhugunarefni fyrir Bjarna Benediktsson að sá sem síðastur var orðaður við forystuhlutverk í Samfylkingunni heitir Steingrímur J. Sigfússon.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.