Mánudagur, 7. febrúar 2011
Stefna Sjálfstæðisflokksins er...aftur hver?
Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu hlýtur að stefna á stjórnarþátttöku með eða án kosninga. Stjórnarandstöðuflokkur sem ekki stefnir á stjórnarþátttöku getur allt eins pakkað saman og hætt þátttöku í pólitík. Í þessu samhengi má spyrja hvort afstaða flokksins til Icesave-málsins auki líkurnar eða minnki á því að Sjálfstæðisflokkurinn komist í stjórn.
Augljóst er að verði Icesave-málið samþykkt fær ríkisstjórn Jóhönnu Sig. framhaldslíf, að minnsta kosti fram að næstu fjárlögum. Sjálfstæðisflokkurinn mun því ekki komast til áhrifa með kosningum.
Næst er það spurningin hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að gera hosur sínar grænar fyrir Samfylkingunni með því að samþykkja Icesave-málið og vonist til að taka hlutverk Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn.
Ef þessi er pælingin er Sjálfstæðisflokkurinn bjartsýnni en hóflegt er. Endurnýjuð hrunstjórn án undangenginna kosninga er meira í ætt við valdarán en lýðræðislegt stjórnarfar.
Þá er eftir þriðja skýringin á stuðningi Sjálfstæðisflokksins við Icesave. Forysta flokksins vill fyrir hvern mun framlengja líf ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki fyrir sitt litla líf að mæta kjósendum. Og fer þá að vera spurning hvort ekki sé best að pakka saman og leyfa fullorðnum að takast á við verkefnið.
Athugasemdir
HEYR HEYR
Númi (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:21
Fari það allt ........ og .................UTANÞINGSSTJÓRN !!
ransý (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:25
Vonandi snýst þetta einhvern tíman um hvað er best fyrir fólkið í landinu en ekki hvað er best fyrir fólkið á Alþingi.
Sigurður I B Guðmundsson, 8.2.2011 kl. 00:12
Ég held að þriðja skýringin sýni tilgang Bjarna Ben, Tryggva Þórs, Þorgerðar Katrínar, og fleiri þingmanna sjálftökuFLokksins... Þau eru veik fyrir og þora ekki í kosningar....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2011 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.