Mánudagur, 7. febrúar 2011
ESB-aðstoð að sporðrenna Icesave
Evrópusambandið er í verktöku hjá Bretum og Hollendingum að bregða Icesave-klafanum á Íslendinga. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og þægur þjónn Brussel vildi ólmur etja óbornum kynslóðum á skuldaforað Icesave-samninga í fyrri útgáfum.
Á fundi með Olli Rehn í Brussel urðu þeir Árni Páll sammála um að Evrópusambandið myndi veita ráðgjöf til Íslendinga þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt. En vegna Icesave-samninga verða gjaldeyrishöft fyrirsjáanlega lengur í gildi.
Samfylkingin þykist himinn hafa höndum tekið þegar tyftarinn býður huggunarorð að refsingu lokinni. Samfylkingarfólk er þýlyndara en orð fá lýst.
ESB býður aðstoð við að aflétta gjaldeyrishöftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það segir allt sem segja þarf um Nýja-Ísland að þessi maður skuli vera ráðherra í ríkisstjórninni.
Karl (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 19:43
Við eigum að var þakklát ESB að veita okkur tæknilega aðstoð.
Svo er það þannig einsog flestir vita að Icesave og ESB er alls óskilt mál.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2011 kl. 20:06
Flottur, Páll!
Aðalsteinn Agnarsson, 7.2.2011 kl. 20:14
Þruman o.s.frv.: Annað segja ráðamenn innan Evrópusambandsins.
Hjörtur J. Guðmundsson, 7.2.2011 kl. 20:41
Við þurfum ekki á aðstoð ESB að halda til að aflétta þessum höftum, en það er sammerkt með fyrrverandi og núverandi viðskiptaráðherrum Samfylkingarinnar að þeir hanga í pilsfaldi ESB, ætli þeim sé fjarstýrt frá Brussel?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.2.2011 kl. 22:00
Ástæða þess að Evrópusambandið hefur þvingað íslensk stjórnvöld til að ganga að Icesave nauðarsamningi við Breta og Hollendinga með sérstöku umboði "föðurlandsvinina" sem skipa smáflokkinn Samfylkinguna, er afar skýr að mati fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eins og kemur fram í viðtali við DV 24. júní 2009.:
"Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“
Og þess vegna.:
"Það eru ranghugmyndir að ætla að dómstólaleiðin hafi verið fær,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Og þetta.:
„Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“
Held að Samfylkingarspunatröll ættu að fara varlega í að endurskrifa söguna um að Icesave og Evrópusambandið er ekki sín hvor hliðin á sama peningnum, og hvers vegna dómstólaleiðin er Evrópusambandinu EKKI FÆR.
Skítt með þjóðina. Evrópusambandinu allt..!!!!
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 22:25
Viuð þurfum meira en pottaglamur á Austurvelli ! Þetta eru landráðamenn og búast við einhverri dúsu- en hvernig fór hjá Sjálfstæðisundirlægjum hjá kananum ? þeir fóru bara ( nKaninn ) þegar her var ekki meir að gera og það þíddi ekki að hanga í buxnafaldi þeirra !!!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.2.2011 kl. 22:33
"Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“
Þetta er reyndar alveg dagsatt. Á mannamáli þýðir þetta nefninlega:
Ef almenningur myndi átta sig á sannleikanum um hina skipulögðu glæpastarfsemi sem kallast bankakerfi, myndi það hrynja samstundis.
Og vegna þess að pólitíkusarnir eru á spenanum á bankakerfinu og háðir því um allar sínar ákvarðanir, þá eru þeir tilbúnir að gera hvað sem er til að halda því gangandi, sama hver fórnarkostnaðurinn er fyrir almenning.
Alþingi er verndaður vinnustaður. Þeim er skítsama um þig.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2011 kl. 02:02
Í kreppunni miklu árið 1929 gerði ríkisstjórnir ekki neitt og létu allt fjármálakerfið falla.
Vilt þú endurtaka leikinn??
Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2011 kl. 14:22
Já, endurtökum leikinn. :)
Þarf alltaf annað slagið hvort eð er að byrja upp á nýtt, með hreint borð!
Alfreð K, 8.2.2011 kl. 23:29
Þruman: Ég vil ekki endurtaka leikinn frá 1929 eins og er einmitt verið að gera núna, þ.e.a.s. að nota krísuna til að framkvæma stórfellda eignaupptöku.
Það sem ég vil gera er að nota krísuna til að brjóta gamla kerfið á bak aftur, í því skyni að innleiða nýtt og öðruvísi kerfi, byggt á heilbrigðri skynsemi.
Ágætis byrjun í þá átt væri að afnema blekkinguna sem kölluð er bankakerfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2011 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.