Laugardagur, 5. febrúar 2011
Lífeyrissjóðir í brask með Magma
Lífeyrissjóðir eru andsetnir útrásargræðgi. Forstöðumenn lífeyrissjóðanna eru svo illa af guði gerðir að milljarðaafskriftir vegna græðgisvæðingar kenndi þeim nákvæmlega ekki neitt. Samkvæmt Viðskiptablaðinu undirbúa lífeyrissjóðirnir að hefja brask með orkuauðlindir í félagi við Magma.
Kaup Magma á HS-Orku er brask þar sem ótilgreindir auðmenn ætla að mjólka eigur almennings sér til hagsbóta. Hvar stendur það í samþykktum lífeyrissjóðanna að þeirra hlutverk sé að sölsa almannaeigur undir auðmenn?
Eftir útrásartímann er lífeyrissjóðakerfið gegnumrotið af siðblindu fólki sem kann ekki skilsmun á almannahag og braskhagnaði auðmanna. Það þarf að ormhreinsa lífeyrisjóðakerfið.
Athugasemdir
Það var þeim líkt enda vanir menn.
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2011 kl. 13:59
Það gengur ekki að það séu sömu stjórnendur og sömu endurskoðendur að lífeyrissjóðunum ártugum saman.
Það þarf að fækka sjóðunum, lög um að það verði að skifta um endurskoðendur t.d. á minnst 4 ára fresti. Tilhvers þarf um 20 lífeyrissjóði sem vilja aðeins sameinast þegar þeir eru orðnir gjaldþrota eða með allt niður um sig? Að reyna að skifta um stjórn í þessum sjóðum er illvígara við að eiga en að reyna að fá kosningu um nýja stjórn í Kína.
Eigendur lífeyrissjóðann, þeir sem borga í þá fá bara haleljúa fréttir í fréttabréfum um hvað stjórnendur þeirra séu að gera frábæra hluti, þangað til fólk les í fjölmiðlum hvað þeir eru raunverulega að gera.
Anna Björg Hjartardóttir, 6.2.2011 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.