Laugardagur, 5. febrúar 2011
Millistéttin, formaðurinn og Viðskiptaráð
Forysta Sjálfstæðisflokksins er ekki í tengslum við millistéttina í landinu en það er hún sem er hryggstykkið í flokknum. Formaður flokksins hlustar á Viðskiptaráð sem er í afneitun á ábyrgð sinni á hruninu. Klappstýrur útrásarinnar eru hæpinn vegvísir fyrir formann Sjálfstæðisflokksins.
Eftir falskan auð útrásar með tilheyrandi svindli og hégóma krefst millistéttin ráðdeildar og ábyrgðar í efnahagsmálum og er frábitin hverskyns pólitískri ævintýramennsku. Íhaldssemi tekur við af frjálslyndi, festa af lausung.
Icesave er ekki fyrst og síðast spurning um fjárhagslega áhættu heldur um rétt og rangt. Afturhvarf til grunngilda krefst réttrar breytni en ekki hagkvæmni sem fólgin er í ,,ísköldu mati."
Viðskiptaráð er siðlaust fyrirbæri sem gengur fyrir krónum og aurum. Hversdagslegur sjálfstæðismaður er einstaklingur með siðferðiskennd. Afstaða formannsins í Icesave-málinu misbauð siðferðiskenndinni.
Vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristján Þór hefur talað - á Bankastræti 1
Ekki er vitað til þess að Kristján Þór hafi áður tekið undir þá óhjákvæmilegu málsmeðferð að Icesave-málið fari í þjóðaratkvæði. Hann hefur ekki áður nefnt einu orði, að hann styðji landsmenn í baráttunni við nýlenduveldin. Ætli honum hafi ekki bara verið svona mikið mál að míga, að hann stundi upp: jáááá ?
Menn ættu ekki að gleyma að Kristján Þór Júlíusson ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ásbirni Óttarssyni, skiluðu af sér þeirri þeirri afurð sem lengi mun í minnum höfð, að Íslendingar ættu að axla Icesave-klafann með bros á vör. Í niðurlagi álits síns í Fjárlaganefnd Alþingis sögðu þau:
Þeim níu þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem lögðu landráða-stjórninni lið, verður ekki tekið sem týnda syninum. Það er aumkunarvert, ef þeir ætla núna að stynja því upp að sjálfsagt sé að verða við óskum um þjóðaratkvæði. Íslendingar þurfa enga aðstoð frá þjóðsvikurum til að halda þjóðaratkvæði. Forsetinn - umboðsmaður þjóðarinnar, mun ekki bregðast kalli skyldunnar.
Þótt Kristján Þór hafi fengið niðurgang þegar atkvæði voru greidd um Icesave-samninga-III, verður nafn hans ekki afmáð af nefndarálitinu. Þótt hann hafi stunið upp einhverju ógreinilegu umli á Bankastræti 1, hefur þessi breytta afstaða hvergi annars staðar komið fram. Þegar Kristján Þór fer að greiða atkvæði með almenningi, er mögulegt að hlustað verði á stunur hans.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 10:15
Í ameríkunni búa pólitíkusar með hjálp Bernanke til hungursneyð fátækra með því að prenta dollara til að bjarga banksterunum á Wall Street. ..Þeir sem eru fátækari taka fyrr eftir hækkun matvælaverðs og olíu sem ókeypis peningar wall street vogunarsjóða búa til.
...Reikningurinn fer á almenning í USA og svo áfram um allan heim sem ennþá notar dollara.
Í Reykjavík þykir því miður mörgum pólitíkusnum í lagi að stunda álíka leikfimi. Þetta eru ekki teygjuæfingar heldur línudans þar sem allt í lagi þykir að venjulegi sauðurinn detti niður. Og það er ekki björgunarnet undir þessum ósköpum sem óábyrgir stjórnmálamenn skapa til að halda sér heitum í smá stund lengur.
Í USA er það Wall Street.
Í Reykjavík viðskiptaráð. ...Eða hvað?
jonasgeir (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 11:59
Enn reynir visnaður Loftur að hnykla vöðva sem hann taldi sig hafa - það reyndi hann líka á Landsfundi fyrir nokkrum árum - niðurstaðan var sú að ekki var um vöðva að ræða aðeins magaverkir og sá niðurgangur virðist enn viðvarandi enda langaði hann mikið til þess að verða varaformaður flokksins.
Ég hef ekki haft miklar mætur á skrifum þínum páll - en sjaldan hefur þú lagst jafnlágt og undanfarna daga. Það sem þú ert að segja er eftirfarandi - ef þú og einhver annar skrifið undir samning finnst þér í lagi að heimsta breytingu á honum gegn ilja samningsaðilans. Setjum svo að hann taki kröfur þínar til greiða og þið undirritið nýjan samning. Þá kæmir þú enn og aftur og segði - ég veita að ég fékk.... en nú vil ég enn meira - finnst þér sennilegt að einhver tæki mark á samningum við þig eða yfir höfuð semdi við þig um eitt eða neitt.?
Formaður Sjálfstæðisflokksins efur þá greind - skinsemi og yfirsýn sem þig virðist skorta gjörsamlega. En það er þó huggun harmi gegn að þessir kostir eru hjá honum en ekki þér. - Ég er akki alveg klár á því hver segir þér hvað þú átt að skrifa í bloggunum þínum en það er ekki ráðhollur aðili. Skiptu um.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.2.2011 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.