Bjarni Ben. fær tilboð frá Samfylkingu

Forysta Sjálfstæðisflokksins kætir Samfylkinguna með stuðningi við Icesave-málið. Samfylkingin sem er einangruð í flestum stærri málum, s.s. í afstöðu Evrópusambandsins og í sjávarútvegsmálum, telur sig finna vin í Bjarna Ben. Eyjubloggarinn Gísli Baldvinsson er gjarnan notaður til að koma skilaboðum Össurar Skarphéðinssonar hæstráðanda í Samfylkingunni á framfæri.

Milli jóla og nýárs bauð Gísli Framsóknarflokknum sæti í ríkisstjórn og nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Eftir áramót hefur Gísli fyrir hönd Össurar þreifað á Sjálfstæðisflokknum. Í kvöld er Gössur hoppandi glaður og segir

Ef formaður Sjálfstæðisflokksins er að verða myndugur og marka sér sess þá er spurning hvort ekki sé hægt að dansa við hann ESB valsinn? 

Formaður Sjálfstæðisflokksins kætti yfirlýsta aðildarsinna í  flokknum með stuðningi við Icesave-málið og það hlýtur að vera fyrirboði um það sem koma skal.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og nú getum við vænst þess að flóðgáttir lánsfjármagns opnist svo hægt verði að koma þjóðfélaginu álappirnar að nýju? Var því ekki lofað létum við undan kröfunum?

Gústaf Níelsson, 3.2.2011 kl. 22:40

2 identicon

Ekki gleyma því að þessi ICESAVE reikningur er séreign sjálfstæðisflokksins !

Allir gerendur í þessu ICESAVE dæmi  eru flokksbundnir sjálfstæðismenn og framkvæmdu ICESAVE í sérstakri þakkarskuld sjálfstæðisflokksins !

Fyrir utan, þá lofuð Geir og Árni, sem ráðherrar sjálfstæðisflokksins, að borga ICESAVE !!!

JR (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 23:21

3 Smámynd: Elle_

Lofuðu þeir að brjóta lög?  Lofuðu þeir ríkisábyrgð á ICESAVE??  Nei, það var ekki þannig.

Elle_, 3.2.2011 kl. 23:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Elle min! ,,Upp úr sápuvatni sannleikans þvær lygin sína ull,,      Gróa á Leiti  sagði mér að Bjarni hefði verið spurður.þegar hann virkaði í stjórnarandstöðu, hvers vegna hann bæri ekki fram, vantrauststillögu, hann hefði svarað ,, ekki fyrr en ég er viss um að hún verði samþykkt,,

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 23:54

5 identicon

Jebb, rétt hjá Páli. Svokölluðum formanni Sjálfstæðisflokksins er ekki treystandi til að fara eftir skýrum landsfundarsamþykktum varðandi ESB frekar en Icesave. Því miður. Gleymum ekki Morgunblaðsgrein hans og Illuga Gunnarssonar um árið. Bjarni heldur, að það geti dregizt fram á haust að efna til nýs landsfundar. Rangt. Hann hefur í rauninni sagt af sér sem formaður, með því að ganga gegn stefnu flokksins. Af sömu ástæðu vantar varaformann. Kannski er kominn tími til að hleypa ungu fólki að.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 01:31

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Gústaf,

Það hafa margir spurt eins og þú Hvað hangir á spýtunni sem verður til þess að þingflokkurinn snýst svona? Sumir segja að Jóhanna muni breyta um afstöðu til kvótakerfisins?

Eða það sem þú segir?

Gengur praktík þess að skaða ekki skálkinn svo hann skemmi þig ekki framar prinsípinu sem einu sinni var orðað svo:

"Gjör rétt, þol ei órétt!"

Halldór Jónsson, 4.2.2011 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband