Stjórnmálaflokkur í þágu hverra?

Forysta Sjálfstæðisflokksins er úti að aka í afstöðu sinni til ábyrgðar almennings á Icesave-fjárkúgun Breta og Hollendinga. Hvert sjálfstæðisfélagið á fætur öðru spyr hvort landsfundarsamþykktir séu upp á punt sem forystan geti stungið inn í skáp þegar hentar.

Tortryggni í garð stjórnmálamanna er ríkjandi í samfélaginu. Útbreidd tilfinning er að stjórnmálamenn séu í valdaspili niður á alþingi þar sem sannfæring og prinsipp eru keypt og seld eins og hlutbréf á tímum útrásar.

Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig ekki á að stjórnmál verða ekki stunduð á sömu forsendum og fyrir hrun.


mbl.is Afstaða þingflokksins óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er dálítið furðulegt, það eru bara ESB andstæðingar sem eru brjálæðir út í Bjarna Ben.

Annars  höfðu ekki nema 30 af 55 þúsund flokksmönnum sagt sig úr flokknum undir kvöldið, svo andstaðan er ekki mikil ef hún er mæld í úrsögnum.

Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 21:15

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þeir einu sem hrósa Bjarna og félögum virðist vera Samfylkingarfólk, og einhverjir VG-liðar.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.2.2011 kl. 21:18

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta vinnst all með hægðinni. Næst er að snúa þeim í ESB málinu. Og áður þá komum við skikki á fiskveiðstjórnina og auðlindina. Hef verið að slá á það að það séu hundruð ef ekki þúsundir milljarða sem sóað hefur verið af kvötaeigendum í misheppnaðar fjárfestingar án nokkurar tengingar við útgerð. Og sá peningur er arður af auðlindum sem við almenningur eigum og hefðu átt að fá hlutdeild í. Þessir penignar horfnir í misheppnuð gróðadæmi og vonlausar fjárfestingar. Og svo hafa þessir "kvótakóngar" gleymt því að nær öll útgerð var fram undir kvótakerfi að stórumhluta rekin með styrkjum frá ríkinu sem og fórnum almennings sem um ártugaskeið tók á sig gengislækkanir og verðbólgu til að gengi krónunar hentaði þessum körlum. Svo upp úr 1990 stálu þeir bara öllum fiskinum eins og hann leggur sig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.2.2011 kl. 21:45

4 Smámynd: Jón Lárusson

Magnús minn, ekki ertu sá einfeldingur að halda það að þessi viðsnúningur Bjarna og félaga sé ekki tilkominn út af öðru, eða jafnvel báðu af þessu tvennu. Ríkisstjórnin er búin að salta kvótamálið og hugsanlega verður gerð breyting á stjórninni "til að sýna samstöðu á erfiðum tímum". Ef það er eitthvað sem maður hefur lært síðustu misseri, þá er það sú fullvissa að kaupin gerast ekki dýr á þingi.

Valsól, það er ósköp eðlilegt að ESB aðildarsinnar skuli vera sammála Bjarna og kó, enda Icesave undirgefni lykilatriði til að komast til sæluríkisins. Að sama skapi eru þeir sem ekki telja ESB sæluríkið á móti, enda engin heilbrigð skynsemi í að samþykkja Icesave nema maður vilji inn í klúbbinn.

Axel, dittó

Jón Lárusson, 3.2.2011 kl. 22:05

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig ekki á að stjórnmál verða ekki stunduð á sömu forsendum og fyrir hrun. "

Þetta er ekkert verri skýring á þessu en hvað annað Páll !

Það hlýtur að hanga eitthvað á spítunni ?, en breytir engu, þeir eru að fremja pólítískt sjálfsvíg með þessu, því eitt annað sem einnig er öðruvísi en fyrir hrun, er minni kjósenda og meðvirkni í pólítík í breiðari mæli en áður.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 22:16

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hvað geta sjálfstæðismenn sagt? Geir Haarde og Árni Matt mörkuðu þessa stefnu strax. Byrjuðu að semja við Breta og Hollendinga.  Ef þeir hefðu staðið í lappirnar frá upphafi þyrftum við kannski ekki að kyngja þessu núna.

Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2011 kl. 22:20

7 Smámynd: Elle_

Við sættum okkur ekki við það núna, Þorsteinn, og verðum aldrei bundin við neina lögleysu sem óhæft fólk í alþingi pínir yfir okkur.  Það gátu Árni Mathiesen og Geir Haarde ekki og gerðu ekki.    

Elle_, 3.2.2011 kl. 23:00

8 identicon

Ég er ánægður að sjá hvernig sjálfstæðisfélögin hvert á fætur öðru álykta um gjörðir þingmanna sinna.  Sem flokksbundinn sjálfstæðismaður á ég engin orð til að að lýsa vonbrigðum mínum vegna háttalags þingflokksins í dag.  En mér finnst að Íslendingar eigi það skilið að fá að kjósa sem fyrst í Alþingiskosningum vegna þess að þjóðin var í sorgarferli vorið 2009 og núverandi stjórnvöld hafa ekki umboð til að stjórna lengur.  Ef við fáum kosningar þá fáum við líka tækifæri til að henda út stjórnmálamönnum sem þáðu styrki frá útrásarvíkingum og flugu með þeim í einkaþotum, sama hvar í flokki sem þeir standa.  Það þarf að fara fram ítarleg hreinsunn á Alþingi Íslendinga og Samfylkingin hefur ekki enn gert upp sín tengsl við Baugsmenn og aðra útrásarglópa síðustu árin í aðdraganda hrunsins. 

Icesave krafa Breta og Hollendinga verður að fá að fara fyrir dóm Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Íslendingar eiga ekki að borga skuldir einkafyrirtækis í útlöndum, það er "prinsipp" mál og íslenskir skattgreiðendur hafa aldrei tekið á sig þessar skuldbindingar sem Alþingi er að fara að troða ofan í þá.  Nú er bara að berjast fyrir málstað Íslands en vonbrigði mín og þúsunda annarra Íslendinga er að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, eru búnir að gefast upp.  Nú þurfa venjulegir Íslendingar sem hafa einhvern snefil af baráttusemi að standa saman og snúa þessu við.  Fjölmiðlar eru enn að mestu leyti í höndum baugara sem er alveg sama hvernig fer fyrir Íslandi og styðja þeir málstað þeirra sem vilja koma öllu í kalda kol og taka sem mest af atvinnustarfssemi í landinu með sér í fallinu.  RÚV er fyrst og fremst málgang vinstriaflanna í landinu.  Það blasir bara við enn frekari gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi og lífskjör í landinu eru að falla og við erum að verða fátæk þjóð, heimatilbúinn vandi.  Þessi vandi er fyrst og fremst að kenna götustrákum sem hafa keypt allt og fengið að fara fram eins og þeim lystir.  Þeir keyptu fjölmiðla, forseta, stjórnmálamenn, yfirráð yfir neytendamarkaði, bankastarfssemi, baugspennana margfrægu og svona mætti lendi telja.  Reynt var að koma böndum á þessa stráka árið 2004 en þá gengu forsetinn og vinstriöflin í landinu í lið með þeim og fengu þeir því að halda áfram sínu striki sem endaði með að fjármálakerfið á Íslandi var rænt innan frá.  Held að margir hafi ekki enn skilið þetta!

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 23:14

9 Smámynd: Elle_

Nokkrir halda enn sjó gegn ICESAVE: Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir.  Kannski enn Höskuldur Þórhalsson og hluti af Hreyfingunni.  Hinir eru allir glataðir okkur. 

Elle_, 3.2.2011 kl. 23:28

10 Smámynd: Elle_

Þórhallsson.

Elle_, 3.2.2011 kl. 23:29

11 identicon

Hann Bjarni Ben er duglegur að safna á sig viðurnefnum,,Viðsnúningur,,,Vafningur,,,..Já nú þurfa Sjálfstæðismenn að fá áfallahjálp,goðið þeirra moldríka og undirferla Bjarni Benediktsson sannar það svo um munar að hverjir stjórna honum.::Jóhanna og L Í Ú,gengið. Beinustu leið í gapastokkinn með þennan svikara. Hvað skyldi búið að vera lofa honum og Sjáfstæðisflokknum.?

Númi (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 23:31

12 identicon

Í öllum málum sem Bjarni gat reynt að sýna að hann hafi fullorðins kúlur, þurfti hann að velja þetta mál og gegn sínu eigin fólki.

 Hans tími kom aldrei.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 00:32

13 Smámynd: Elle_

Fyrirgefið, það átti að vera Unnur Brá Konráðsdóttir, ekki Ólöf Nordal.

Elle_, 4.2.2011 kl. 01:05

14 identicon

Ekki skil ég allan þennan æsing út af fullkomlega rökréttri afstöðu BB og þingflokks Sjálfstæðismanna gagnvart Icesave-samkomulaginu. Bjarni sýnir gríðarlegan kjark með því að fylgja sannfæringu sinni. Hann fær mörg prik hjá mér, svo og þeir Sjálfstæðismenn sem eru samstíga honum í þessu máli.

Gunngeir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 01:09

15 identicon

Verð að segja  hvað eg er innilega sammála Bjarna Th Bjarnasyni og hann segir akkurat það sem þjóðin er ekki farinnað átta sig á eða er i afneytun frá ennþá . Það verður hrikalegt þegar augu fólks almennt opnast og það áttar sig á að þaðer búið að tapa og getur ekki breytt .  Kanski mest vegna þess að vera ekki sjálft á vaktinni og taka afstöðu til mála og standa saman um þjóðarheill  !  Staðin fyrir aðaðeins að  horfa á sina hagsmuni i skamma stund og sjá ekki lengra  !

ransý (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband