Veikt og ósannfærandi

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur samkvæmt formanni flokksins kokgleypt ,,hagsmunamat" Steingríms J. og Jóhönnu í Icesave-málinu. Skötuhjúin eru alltaf með sama ,,hagsmunamatið" sem er að fallast á kröfur Breta og Hollendinga.

Málflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins er ekki sannfærandi út frá efnislegum rökum og pólitískt er málflutningurinn uppgjöf.

Síðast þegar ,,hagsmunamat" var notað af forystu Sjálfstæðisflokksins var þegar þáverandi varaformaður og núverandi fjárlaganefndarmaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagðist ætla að hafa ,,hagsmunamat" í huga þegar hún tæki afstöðu til Evrópusambandsaðildar. 

Ef Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum afneitara og Þorgerður Katrín eru höfuðsmiðir að uppgjöf þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu má spyrja hvort þingflokkurinn ali með sér sjálfseyðingarhvöt?

 


mbl.is Óánægja kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórn SUS segir, að þessi nýja ákvörðun sé "fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu." Sammála - og man ekki eftir neinni hliðstæðri ályktun frá SUS. Ætli Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín og ýmsir aðrir þingmenn hafi ekki glatað síðasta tækifæri sínu til að sættast við almenna flokksmenn. Og ríkisstjórnin jafnvel fengið fyrsta tækifæri sitt í langan tíma til að klóra sig fram úr nýjum kosningum.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:14

2 identicon

Hvers vegna má þjóðin ekki ákveða þetta  í þjóðaratkvæðagreiðslu?  Formaður Sjálfstæðisflokksins var  ánægður að forsetinn skyldi vísa  fyrri Icesave til þjóðarinnar. Hvað hefur breyst?  Við sem eigum að borga brúsann eigum að fá að segja okkar álit.

Jón B G Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:37

3 identicon

Loksins höfum við sjálfstæðismenn tekið skynsamlega ákvörðun.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:48

4 identicon

Flokkurinn hefur allt frá upphafi verið afar ósannfærandi í málinu, og verið meira til trafala en ekki fyrir þá sem hafa hafnað glæsisamningunum.  Að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni eins og þeir gerðu er jafnvel lélegra en að hafa samþykkt ógjörninginn.  InDefence, Framsókn og Hreyfingin hafa algerlega dregið vagninn og tryggt þjóðinni þá skárri samning en þeir glæsilegu.

Það býr eitthvað að baki þessu sem á eftir að koma í ljós.  Aftur á móti var löngu ljóst að þetta myndi fara svona eftir að samninganefndin kom til baka í nóvember, og forsvarsmenn flokksins hafa ekki viljað tjá sig um málið.  

Það hlýtur fjöldi flokksbundinna að segja sig úr flokknum vegna þessa.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:49

5 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þetta er veikur og ósannfærandi pistill hjá þér.

Hvar er heiftin?  Ertu ekkert reiður?  Þú talar hvorki um Júdas né Quislinga núna.  Er búið að draga úr þér tennurnar?  Kominn með falskar?

Átt sennilega of mikið undir Flokknum.

Oddur Ólafsson, 2.2.2011 kl. 21:38

6 identicon

Það sést langar leiðir á þessum "manni", að hann er ekki maður, heldur bara lítill drengur, sem hefur með góðri leiðsögn og í krafti einhvers annars en sjálfs síns komist þangað sem hann er. Það er sorglegt að einhver hefur greinilega sleppt af honum hendinni, eða litli drengurinn heldur virkilega hann að hann sé orðinn fullorðinn, því nú rasar hann um ráð fram í stjórnleysi og tekur heimskulegar og óupplýstar ákvarðanir eins og óupplýstur skrýll.

Þetta er sorglegt Bjarni minn. Þeir sem halda of fljótt þeir séu orðnir eitthvað sem þeir eru ekki, þeir verða aldrei það sem þeir vilja verða. Og nú ert þú dæmdur til að vera alltaf lítill drengur, nema þú látir af þessari heimskulegu og and-mannúðlegu ákvörðun þinni. Afríka er að deyja út af þjóðarskuldum! Þú ert orðinn samábyrgur gömlu nýlendunum og hefur brugðist deyjandi börnum! Icesave var ætlað að verða fordæmisgefandi máli sem myndi leiða Afríku út úr skuldum sínum líka. Þið hafið svikið allt mannkynið. Ég kýs ykkur ekki meir. Guð blessi Afríku!

Bæ bæ Sjálfstæðisflokkur! (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:53

7 identicon

Ætli Bjarni sé að átta sig á því að hann er að færa vægi sjálfstæðisflokksins niður um tugi % ef hann stendur við þessa yfirlýsingu???

þvílík helv,,heimska að sparka svona í sína eigin stuðningsmenn.Hann er búinn að vera.

Casado (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:29

8 identicon

Er Bjarni ekki bara að bjarga eigin skinni?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/26/rannsokn_a_rikisadstod_vid_sjova_ad_ljuka/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband