Össur fattar hugtakið strandríki

Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu myndi sambandið yfirtaka réttindi okkar sem strandríkis og yrði viðsemjandi fyrir Íslands hönd í samskiptum við aðrar þjóðir. Strandþjóðir á Norður-Atlantshafi vita þetta og því dettur Grænlendingum, Færeyingum og Norðmönnum ekki í hug að ganga inn í Evrópusambandið.

Aðeins á Íslandi eru stjórnvöld svo glámskyggn á hagsmuni okkar sem strandríkis að þeim dettur í hug að sækja um aðild að félagsskap sem mun hirða af okkur umráðaréttinn yfir fiskveiðiauðlindinni og samningsrétt við önnur ríki um flökkustofna og aðrar sjávarnytjar.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er smátt og smátt að fatta hversu illa hann hefur haldið á hagsmunum Íslands gagnvart umheiminum. Í dag skrifar hann aðra grein á skömmum tíma um hagsmuni strandríkja og öðru sinni tekst honum að nefna ekki umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Össuri er nokkur vorkunn. Ráðherra veit að hann hefur aðeins nokkrar vikur til að komast undan þeim dómi sögunnar að hafa verið verri en enginn í embætti utanríkisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er ekki að fatta afhverju Íslendingar fá að vera á þessum fundum með strandríkjum meðan þessi ESB umsókn er í gangi

Valdimar Samúelsson, 2.2.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband