Stjórnlagaþing skurn um misheppnaða tilraun

Kosningarnar til stjórnlagaþingsins voru ógildar í síðustu viku. Öll umræðan eftir ógildinguna snýst um þingið sjálft sem ekki verður haldið - ekki orð heyrist um viðfangsefnið sem átti að vera stjórnarskráin. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir 25 ógildu funda með ráðherrum til að fá vilyrði fyrir skipun í stjórnarskrárnefnd. Engar fréttir er um að stjórnarskráin hafi verið á dagskrá hinna ógildu fulltrúa.

Samfylkingin hratt stjórnlagþinginu úr vör til að sniðganga alþingi sem samkvæmt stjórnskipuninni á að fjalla um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóðin sagði álit sitt á tilrauninni með því að meirihluti atkvæðisbærra manna sat heima á kjördag.

Misheppnaða tilraunin verður um sinn á dagskrá opinberrar umræðu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að Jóhanna Sig. getur ekki tekið tapi og í öðru lagi vegna þess að með stjórnlagaþinginu fer síðasta hálmstrá ríkisstjórnarinnar.

Skafti Harðarson minnti okkur á fyrr í kvöld að það má hafa gaman af misheppnuðu tilrauninni.


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinir þínir í sjálfstæðisflokknum reyndu að ógilda þetta mál !

Þú veist hvaða brögðum er beitt, þú ert einn af þeim sem ert notaður í svona málum !!!

Hér ert þú að skrifa á launum hjá glæpamönnum , innan eigenda félagi bænda ( með Guðmundi á Núpum og Lífsval ) og kvótagreifum ( með LÍÚ  mafínuna ) og gerir allt til að gera þessum glæpamönnum til hæfis á móti venjulegu fólki !!!

JR (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband