Stjórnarliðar auglýsa samstarfsslit

Enginn trúnaður er lengur á milli Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hnútukast stjórnarliða í fjölmiðlum auglýsir samstarfsslitin. Tímasetningin er ekki ákveðin og það er spurning hvor flokkurinn verður á undan að semja við stjórnarandstöðuna um framhaldið.

Jóhanna Sig. er sem forsætisráðherra með í hendi sér að rjúfa þing og boða til kosninga. Andstæðingar Samfylkingar vona að Jóhanna dragi það á langinn enda gengur vel að einangra flokkinn og ganga þannig frá málum að hann eigi sér ekki viðreisnar von í kosningum.

Stjórnlagaþingið var síðasta hálmstráið.


mbl.is Deilir á Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru eins og refir í kring um hangilæri stjórnarandstæðingar.

Hörðustu andstæðingum þessarar stjórnar hefði varla getað dreymt um að hún myndi standa sig svona ofboðslega illa.

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:02

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hve lengi ertu búin að pestera bloggheima með þessum sömu samstarfsslita lýsingum Páll, og það nánast orðrétt.

Eina sem breytist í bloggi þínu er dagsetningin á bloggpistlinum hjá þér, annað heldur sínu.

Þú verður væntanlega sein kallaður sannspár maður Páll..

hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 20:02

3 identicon

Þa nebbla þa Hilmar.  Við tveir erum báðir, þú og ég,  tryggir lesendur PV. Af hverju?

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:16

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll er ágætur samnefnari fyrir hundshollustu náhirðarinnar Vilhjálmur.

Það er fróðlegt að fylgjast með svona liði, þó ekki sé nema út frá mannfræðilegri stúdíu..

hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 20:22

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hatrið á Sjálfstæðisflokknum mun halda þessu fólki lengi saman.

Óðinn Þórisson, 31.1.2011 kl. 20:48

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Jólabók  20011 ,verða færslur Páls Vilhjálmssonar. Algert afbragð.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2011 kl. 21:06

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hmmm... af manni sem telur jafn lítið að marka skrif Páls þá virðist Hilmar hafa furðulega miklar áhyggjur af þessum sömu skrifum. Nógum tíma virðist hann allavega eyða í að gera athugasemdir við skrifin :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.1.2011 kl. 21:07

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nú fór ég á tímaflakk,þennan kæk með  núllin má rekja til víkingar þessa lands. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2011 kl. 21:11

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ekki er víst að Páll verði sannspár, en hann sér blikur hrannast upp við sjóndeildarhring eins og aðrir. Aðstæður geta breyst áður en þær blikur verða að fárviðri en útlitið er í augnablikinu ekki gott.

Svo heyrast vinstri grænir menn andvarpa yfir kaffibollanum í vinnunni og stynja því upp að "þetta er ekki eins skemmtilegt og í byrjun!"

Flosi Kristjánsson, 31.1.2011 kl. 21:46

10 identicon

Hin tæra vinstri stjórn minnir á hringadróttinssögu.

Á hatrinu mun hún þrífast þar til heimurinn ferst.....

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:54

11 identicon

Held að það hljóti að mun áhugaverðara verkefni fyrir sérfræðinga að fylgjast með heimsóknum grátkórs og þráhyggjuóðum stjórnarsinnum í hvert sinn sem Páll andar í áttina að sirkús ólukkuparsins Jóhönnu og Steingríms.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:02

12 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Maður fær alltaf kjánahroll þegar skoffínið hann Sigmundur Ernir tekur til máls, hvort sem hann er fullur eða ófullur.

Guðmundur Pétursson, 1.2.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband