Stórfelldar breytingar á ESB

Angela Merkel kanslari Þýskalands boðar víðtækar breytingar á efnahagsstjórn evru-svæðisins, þar sem 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins eiga með sér myntsamstarf. Efnahagsstjórnunin felur í sér samræmd laun opinberra starfsmanna, lífeyrisaldur verði hækkaður og skatta- og félagsmálalöggjöf verði sameiginleg.

Der Spiegel segir frá tillögum Merkel sem formlega verða kynntar í næstu viku. Haft er eftir þýskum stjórnvöldum að öðrum þjóðum Evrópusambandsins verði boðið að taka þátt í nýrri efnahagsstjórn evru-ríkjanna. Tilboðið mun ekki vekja áhuga þjóða sem staðfastlega hafa neitað að taka upp evru, s.s. Breta, Svía og Dana.

Veik staða jaðarríkja evru-svæðisins, Grikkja, Íra, Spánverja og Portúgala er helsta ástæðan fyrir tillögum þýsku ríkisstjórnarinnar um nýskipan efnahagsmála álfunnar. Síðast þegar jafn víðtækt sameiginlegt efnahagskerfi var reynt í Evrópu var á dögum seinni heimsstyrjaldar þegar Þjóðverjar lögðu undir sig nær alla álfuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þýska tímaritið Spiegel hefur heimildir fyrir því að Merkel kanslari Sambandslýðveldisins(CDU) muni leggja fram tillögur um sameiginlega efnahagsstjórn á evrusvæðunu. Sameiginlegri stefnu er ætlað að efla samkeppnishæfni og gera samstarf ríkjanna mun nánara en nú er. Til þess að eyða tortryggni fjármálamarkaða gagnvart evrunni er nánara samstarf á sviði fjármála, efnahagsmála og félagsmála nauðsynlegt. Hugmyndin er að setja fram mælikvarða til að koma í veg fyrir að launakostnaður , fjármögnun lífeyris og frjárfesting í framtíðarverkefnum séu sambærileg á evrusvæðunu. Strax verður að semja áætlanir og koma þeim til framkvæmda innan árs. Aðlaga verður lífeyrisaldur að aldursdreifungu og afar mikilvægt er að draga úr ríkisskuldum. Á evrusvæðinu er nú leitað leiða til að aðstoða þau ríki sem eru í skuldakreppu.  Þetta er efni greinarinnar eins og þeir sem lesa þýsku eða ensku geta sannfært sig um.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 10:53

2 identicon

Í borginni Devos hefur farið fram World Economic Forum. Ráðstefnan er nú haldin í 41. skipti. Þátttakendur eru 2500 sérfræðingar og forystumenn í stjórnmálum. Fjármálaráðherrar Frakklands og Þýskalands lýstu því yfir að vatnaskil hefðu orðið í fjármálakreppunni á evrusvæðinu. Ebdurskipulagning skulda stæði fyrir dyrum. Fjármálaráðherra Þýskalands lýsti því yfir að evran myndi ná stöðugleika með meiri samvinnu á sviði stefnumótunnar í efnahagsmálum. Forseti Frakklands lýsti því yfir að evran yrði aldrei látin falla og fjármalaráðherrann sagði að öll lönd yrðu að koma ríkisfjármálum i lag. meerkel kanslari sagði að samræming efnahagsstefnu yrði að taka mið af því besta en ekki vera einhvers konar meðaltal.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband