Föstudagur, 28. janúar 2011
Ólafur Ragnar leiði fullvalda endurreisn
Ólafur Ragnar Grímsson forseti er reiðubúinn til forystustarfa á vettvangi stjórnmálanna. Hann er eini alþjóðlega viðurkenndi stjórnmálamaður Íslands og gæti orðið samnefnari fyrir endurreisn landsins á forsendum fullveldis og forræði eigin mála.
Innkoma Ólafs Ragnar í stjórnmálin fæli í sér uppstokkun þar sem hann myndi sækja fylgi til allra flokka en skilja eftir útrásarafganga og aðildarsinna handa þeim sem vilja.
Fullveldisflokkur Ólafs Ragnars Grímssonar er lykillinn að endurreisn Íslands.
Efnahagsbatinn fram úr væntingum manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála og vonandi sem allra fyrst .
ransý (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 12:17
Nei, kæri Páll.
Nú gengur þú fram af mér!
Karl (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 13:10
Spennandi, betri hugmynd er allavega ekki í augsýn
Sigurður Þórðarson, 28.1.2011 kl. 13:36
Nú er ég loksins kjaftstopp. Ólafur Ragnar þjóðarbjargvættur!!! En viti menn, kannski er þetta rétt hjá þér Páll. Nei, ég held ekki, eða hvað, getur það verið og þó, já nei.................................!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.1.2011 kl. 13:37
Nú eru góð ráð dýr ... enda fátt um fína drætti í íslenskri pólitík nú til dags. Ógæfu kjósenda verður flest að vopni ...Von að okkur vefist tunga um tönn SIB - skil þig vel !:-)
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:22
Jú, forsetinn stjórni. Við erum með lögleysustjórn.
Elle_, 28.1.2011 kl. 18:51
Hinsvegar las ég núna frétt um forsetann sem mér líkar ekki. Óttast núna hvað hann ætli með ICESAVE lögleysuna gegn okkur:
Mun betri Icesave-samningur
Elle_, 28.1.2011 kl. 19:37
Flest er nú hægt að láta sér detta í hug. Hugsaðu málið aðeins lengur, Páll minn góður.
Sigurður (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 01:21
Eini alþjóðlega viðurkenndi stjórnmálamaður Íslands???
Hvaða þvæla er þetta?? Hvað með hina þá sem eru kosnir til þess? Er Jóhanna semsagt ekki viðurkenndur alþjóðlegur stjórnmálamaður, forsætisráðherra Íslands? Á forsetinn ekki að vera sameiningartákn frekar en pólitíkus?
Skúli (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.