Föstudagur, 28. janúar 2011
Pólitískt forræði í lausu lofti
Ósigur Samfylkingarinnar í stjórnlagaþingsmálinu mun hafa áhrif á tvær aðrar valdaskákir. Samfylkingin er með gjörtapaða stöðu í taflinu um sjávarútvegsmálin og sömuleiðis í Evrópumálum. Þegar þessum tveim málum sleppir hefur Samfylkingin ekkert fram að færa. Fjöldaflótti mun bresta á samfylkingarliðið með tilheyrandi sundrungu.
Vinstrihreyfingin grænt framboð er lamaður flokkur með Steingrím J. og fámenna Júdasarklíku í öndvegi en flokksmenn horfa til Ögmundar og Lilja og bíða eftir að þau láti sverfa til stáls.
Sjálfstæðisflokkurinn heyktist á því að efna til uppgjörs við hrunfortíðina. Tilraun til að gera skattamál að pólitík féll niður dauð enda vanhugsuð. Í þingflokknum sitja kjurr Guðlaugur Þór útsendari FL-Group og Þorgerður Katrín með sín kúlulán.
Framsóknarflokkurinn með Sigmund, Vigdísi, Höskuld, Gunnar Braga, Sigurð Inga og Eygló gæti gert sig ef ekki væri fyrir samfylkingarútsendara eins og Guðmund Steingríms og eftirlegukindur eins og Siv Friðleifs sem tilheyrir liðnum tíma.
Pólitískt forræði er í lausu lofti og næstu þingkosningar, sem verða ekki seinna en í haust, verða athyglisverðar.
Athugasemdir
Þannig er það,gömlu flokkarnir bútaðir niður,eftir hamfarirnar. Það er ágætis hreinsun að mínum dómi,því þeir geta verið mjög gagnlegir þeir heillegu. Með þeim sé ég fyrir mér nýtt Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2011 kl. 07:48
Þetta er tel ég í öllum meginatriðum rétt.
Flokkarnir eru ónýtir og þótt vissulega megi finna hæfa einstaklinga á þingi eru þeir fáir og mega sín lítils.
Páll hefur ítrekað spáð kosningum í ágætum pistlum sínum. Nú hefur hann fært næstu kosningar aftur til haustsins. Því miður óttast ég að hann hafi á röngu að standa.
Íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa mórallausir sem kemur til af lélegri menntun og í mörgum tilvikum skítlrgu eðli.
Þeir fara ekki úr stólunum sjálfviljugir.
Karl (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 08:29
Jón G Hauksson skrifar góða samantekt um "Heilaga Jóhönnu":
http://www.heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=28418&ew_0_a_id=373223
Hvet ykkur til að lesa þetta meistarastykki.
Njáll (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 11:30
Hvenær hefur landinu verið stjórnað af einhverju viti án að komu Sjálfstæðisflokksins?
Palli (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.