Fimmtudagur, 27. janúar 2011
Ofris Jóhönnu Sig. og móralskt hrun Samfó
Viðbrögð Jóhönnu Sig. við ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings mörkuðust af innsæi forsætisráðherra að tiltrú Samfylkingar tapaðist með ógildingunni. Stjórnlagaþingið átti að vera verkfæri Samfylkingar til að brjóta upp þráteflið í tveim mikilvægum málaflokkum, fiskveiðistjórnarkerfinu og ESB-umsókninni.
Allt frá myndun ríkisstjórnarinnar hefur Samfylkingin verið í vörn með stærstu málin sín. Stjórnlagaþingið átti að breyta málefnastöðunni og gefa flokknum sóknarfæri.
Viðbrögð Jóhönnu Sig. voru tvíþætt. Annars vegar að hlaða undir samsæriskenningar að ,,íhaldið" bæri ábyrgð á niðurstöðu Hæstaréttar og hins vegar að ómerkja niðurstöðuna með því að láta alþingi kjósa ógildu fulltrúana.
Hvorugt seldi og þess vegna blasir við móralskt hrun Samfylkingar.
Athugasemdir
Þeir hrynja einn af öðrum
Valdimar Samúelsson, 27.1.2011 kl. 21:12
Tetta er svona eins og ad selja gamla ømmu sina...
Tau eiga svo sem ekki mikid meira til ad selja!
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 21:40
Jóhanna birtist alþjóð eins og hreysiköttur sem króaður hefur verið af. Hvæsandi af heift og margra áratuga hatri. Samfylkingarfólk af yngri kynnslóðinni hefur aldrei séð neitt þessu líkt. Það hefur heldur enginn sem ekki er komin yfir miðjan aldur.
Jóhanna var fullfær um að sjá um sína eigin aftöku sjálf.
Ragnhildur Kolka, 27.1.2011 kl. 22:08
Ætli Jóhanna hafi fengið að sjá upptökur af sjálfri ser þetta umrædda stórkostlega kvöld brjálseminnar ?? Toppaði allt og gott betur !
ransý (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 01:44
Við þurfum að setja þingheim í þvottavélina. Prófkjör og kosningar takk.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.1.2011 kl. 06:40
Já, Adda, en Stalín notaði reyndar ekki þvottavélar í svona hreinsun ...
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.