Þingmaður Samfylkingar styður aðhald með ESB-umsókn

Sigmundur Ernir Rúnarssonar þingmaður Samfylkingarinnar er einn af 14 þingmönnum sem leggja fram þingsályktunartillögu um að Ríkisendurskoðun hafi eftirlit með kostnaði við umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt frétt Evrópuvaktarinnar er ástæða þingsályktunartillögunnar að erfitt sé að fá upplýsingar um raunkostnað umsóknarinnar.

Í stjórnsýslunni er á allra vitorði að tími og fjármunir sem fara í aðildarumsóknina er stórlega vantalinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanki tad se bara ekki svo ohollt ad detta adeins i fløskuna svona av og til...!

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 19:06

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Loksins, ég segi nú bara ekki annað. Því að hingað til hefur Samfylkingarliðið verið ein órofa heild í því, sama hvað að troða þjóðinni inní ESB apparatið.

Þar hefur þess verið vandlega gætt að hafa helst allt undir borðum og upplýsa sem minnst um framvindu þessarar óvinsælu umsóknar.

Loksins kemur einn frá þessu liði sem betur fer sem er tilbúinn að allt sé uppá borðum og það hjá faglegum og óháðum aðila eins og Ríkisendurskoðun er.

Ég fagna þessu mjög og batnandi mönnum er svo sannarlega best að lifa.

Bendi á að stöðugt fjölgar í þeim hópi almennra stuðningsmanna Samfylkingarinnar sem eru búnir að fá nóg og vilja ekkert með ESB aðild hafa að gera.

Kannski verður Sigmundur Ernir leiðtogi og brimvörn þessa skynsama og vaxandi hóps Samfylkingarfólks, sem vill ekki láta leiða sig með bundið fyrir augun ofan í fjóshaug og spillingar- ormagryfju ESB valdelítunnar í Brussel !

Gunnlaugur I., 27.1.2011 kl. 19:47

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held að Sigmundur ernir og kannski fleiri skilji að þeir eru búnir að brenna allar brýr að baki sér og eiga ekki afturklæmt í pólitík.

Valdimar Samúelsson, 27.1.2011 kl. 20:52

4 identicon

Hefur andstaða við inngöngu í Evrópusambandið innan sjálfrar Samfylkingarinnar ekki verið að mælast að undanförnu 30% og jafnvel meir?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband