Fimmtudagur, 27. janúar 2011
Afsökun án afsagnar er einskins virði
Tilraun Samfylkingarinnar að komast undan úrskurði Hæstaréttar um ólögmæti kosninga til stjórnlagaþings er runnin út í sandinn. Samfylkingarforystunni tókst ekki einu sinni að sannfæra gallhörðustu stuðningsmenn sína að hægt væri að halda stjórnlagaþingsklúðrinu til streitu. Raftarnir sem voru á sjó dregnir reyndust of lekir.
Undanhald Samfylkingar hefst með því að Róbert Marshall þingmaður og formaður allsherjarnefndar biðst afsökunar. Hann ætlar á hinn bóginn að sitja áfram sem þingmaður eins og ekkert hafi í skorist, reiðubúinn að vinna landi og þjóð frekari tjón.
Afsökunarbeiðni á afsagnar er einskins virði.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, Heyr!
Nú vona valdasjúklingarnir að afsökunbeiðni dugi eftir þetta hrikalega klúður þingsins og ríkisstjórnarinnar.
Þetta er bilað fólk.
Undanhaldið er hafið.
Bráðlega verður þessu liði sparkað út af þingi.
Karl (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 16:09
Samfylkingin er búin að valda þjóðinni meiri skaða á 4 árum í ríkisstjórn en allir stjórnmálaflokkarnir til samans frá stofnun lýðveldisins.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 17:18
Keisarans skegg, tittlingaskítur eða hvað dettur manni ekki í hug þegar þessi kosning var dæmd ólögmæt. Hverjir eiga að koma með tillögur um breytingar á stjórnarskrá? Eru það áreiðanlega einhverjir sem verða kosnir með öðrum og betri aðferðum?
Stjórnarskrá verður ekki breytt nema eftir að hafa farið gegn um hakkavél alþingis og tvennra alþingiskosninga. Hvers kyns uppþot og stóryrði eru þetta?
.... þú lærdómur bókfærslubleikur - þú blóðlausi.............. En auðvitað þarf að nýta Hæstarétt til að tefja þá breytingu á stjórnarskrá sem gæti skaðað LÍÚ hirðina og góðvini hennar. Hæstiréttur er nú ekki skipaður beinlínis af handahófi.
Árni Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 18:20
Fullkomlega sammála pistlinum. Þau munu samt ekki víkja.
Elle_, 27.1.2011 kl. 19:11
Og hver vildi annars nýja stjórnarskrá?? Veit ekki um neinn nema Jóhönnu og co.
Elle_, 27.1.2011 kl. 22:39
Hvar er Hrafn Arnarsson núna? Ætlar hann ekki að svara þessu?
gunnar (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.