1,9% þjóðarinnar styður stjórnlagaþing

Stjórnlagaþingið átti að sinna einu verkefni, breytingum á stjórnarskrá Íslands. Í könnun sem Miðlun gerði fyrir Eyjuna í desember síðast liðinn kom fram að innan við tvö prósent landsmanna töldu breytingar á stjórnarskrá brýnt verkefni. Annað gæluverkefni ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., ESB-umsóknin, fær meðbyr hjá 7,6 prósent þjóðarinnar.

Brýnustu verkefnin að mati þjóðarinnar eru atvinnumál, sem 45 prósent nefna, og skuldavandi heimilanna sem þriðjungur telur mest aðkallandi verkefni stjórnvalda.

Ríkisstjórnin er með forgangsröð sem er algerlega andstæð þjóðarvilja.


mbl.is Enn óvissa um stjórnlagaþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll fer aftur með sömu vitleysuna. Í könnuninni átti að nefna það sem menn álitu mikilvægast( eitthvað eitt sem er mikilvægast!) Samkvæmt könnunninni eru tæp 2% sem telja stjórnlagaþing mikilvægast. Það er einfaldlega röng ályktun að segja að 1.9% þjóðarinnar styðji stjórnlaga þing. Það er greinilegt að rökfræði hefur ekki verið hluti af námsefni Páls okkar. Hér er hluti skýrsslunnar: Á næsta ári bíða stjórnvalda mörg áríðandi

verkefni. Hvaða verkefni finnst þér mikilvægast að

stjórnvöld beini kröftum sínum að?

45,1%

33,3%

7,6%

3,5% 2,6% 2,4% 1,9% 1,0%

2,6%

Fjöldi Hlutfall

Vikmörk

+/-

Atvinnuuppbygging 362 45,1% 3,4%

Skuldavandi heimilanna 267 33,3% 3,3%

Aðildaviðræður við

Evrópusambandið

61 7,6% 1,8%

Skuldavandi fyrirtækjanna 28 3,5% 1,3%

Lausn Icesave deilunnar 21 2,6% 1,1%

Aðhald í ríkisfjármálum 19 2,4% 1,1%

Breytingar á stjórnarskrá 15 1,9% 0,9%

Uppgjör og nýskipan bankanna 8 1,0% 0,7%

Annað 21 2,6% 1,1%

Fjöldi svara 802 100,0%

Tóku afstöðu 802 94,8%

Tóku ekki afstöðu 44 5,2%

Samtals 846 100,0%

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 07:20

2 identicon

Svakalega ertu illa steiktur Hrafn Baugsfylkingarspunatrúður.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 11:34

3 identicon

Ég skil það sem ég les. Það er meira en sagt verður um þig, Gummi minn.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband