Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Flokkseinveldi Samfylkingar
Þrískipting ríkisvaldsins í framkvæmdavald, löggjafa og dómsvald er hluti af lýðræðislegu stjórnarformi. Forsætisráðherra og sérstakur handlangari hans, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, leggja til að aðgreining ríkisvaldsins gildi ekki ef hún brýtur gegn flokkshagsmunum Samfylkingarinnar.
Flokkseinveldi Samfylkingarinnar fær gæðastimpil frá stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands sem í ofanálag er formaður nefndar er gerði tillögur um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu alþingis um hrunið. Kafka gæti verið höfundur að kanselískum myrkrahugdettum verkstjóra ríkisstjórnarinnar og akademískum vikapilti á útseldum taxta sem miðast væntanlega við heilbrigðan starfskraft.
Dómgreindarleysið er orðið að faraldri meðal samfylkingarfólks.
Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær færsla...
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 00:15
Smitandi? Nei, ekki milli tegunda, er það?
Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2011 kl. 05:05
Alþingi hefur samþykkt lög um stjórnlagaþing. Þingið á að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá og leggja fyrir Alþingi. Alþingi ræðir frumvarpið og gerir hugsanlega breytingar. Stjórnaskrárfrumvarpið fer síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilji Alþingis er óbreyttur: stjórnlagaþing á að semja stjórnarskrárfrumvarp. Að hætta við er þess vegna ekki mögulegur kostur. Annar möguleiki er að kjósa aftur. það er að mörgu leyti eðlilegast. það mun auðvitað kosta peninga en við lærum af mistökum. Lög um sjórnarskrárþing eru að verulegu leyti að skoskri fyrirmynd. Að sumu leyti getum við stuðst við reynslu erlendis frá. útreikningar og talning eru flókin en hafa verið reynd annars staðar. Hins vegar voru ýmsir hnökrar á kosningunum og má nefna að útilokað var fyrir allan þennan fjölda að kynna sig fyrir þjóðinni á skömmum tíma. þriðja leiðin er að skipa kjörna fulltrúa í nefnd sem hefði sama hlutverk og þingið. Framkvæmdin er einföld og hún sparar verulega fjármuni. Setja þarf sérstök lög. Segja má að þessi leið sé í nokkurri andstöðu við dóm Hæstaréttar. Dómurinn er endanlegur en allir hafa rétt á því að hafa sína skoðun á honum. Dómurinn segir tæknilega ágalla á framkvæmd kosninganna. Enginn hefur kært vegna kosningasvindls. Vandamálið við dóminn er að það þarf mjög þungbær rök til þess að ógilda kosningar. Eiríkur Tómasson, prófssor í lögum, hefur sagt að dómurinn sé umdeilanlegur. Spurningin er: eru tæknilegir ágallar sem hefðu hugsanlega getað valdið skaða( en gerðu ekki) næg ástæða til að ógilda kosningarnar. Hæstiréttur taldi það og það er endanlegt. Það er svo annað mál að skipan dómara hér á landi einkennist af miklu valdi stjórnmálamanna 0g framkvæmdavalds.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 07:07
Dómgreindarleysið er algjört.
Ég held að örvænting ráði þar mestu.
Og í einhverjum tilvikum en alls ekki öllum skítlegt eðli.
Örvæntingin á eftir að magnast.
Valdasjúkt fólk er bein ógnun við lýðræðið.
Karl (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 08:15
Mikið sagt í fáum orðum. Knappur stíll íslendingasagna endurvakinn í þessari færslu.
Ragnhildur Kolka, 27.1.2011 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.