Strandríkin standi saman gegn ESB

Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur eiga margvíslega sameiginlega hagsmuni á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum. Samstarf milli þessara þjóða er raunhæfari kostur en aðild að Evrópusambandinu. Engar líkur eru á því að Noregur sæki um aðild að ESB á næstu árum, Grænland er eina landið sem hefur gengið úr ESB og Færeyingar unnu nýverið ítarlega skýrslu þar sem niðurstaðan var að hagsmunum þeirra væri best borgið utan ESB.

Samstarf strandríkjanna yrði á jafnréttisgrunni á meðan aðild að Evrópusambandinu er fullveldisframsal án hagsbóta sem réttlæta afhendingu forræði eigin mála til framandi valdamiðstöðvar.

Íslendingar eru eina þjóðin af þessum fjórum sem er í viðræðum við Evrópusambandið um aðild. Til grundvallar liggur kolrangt mat á hagsmunum Íslands í bráð og lengd.


mbl.is Aðildarsinnum fækkar í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að öðru jöfnu má gera ráð fyrir því að skilningur á hagsmunum ráðandi atvinnugreinar ráði stefnu ríkis eða sjálfstjórnarsvæðis um utanríkismál. Grænlendingar gengu úr ESB vegna þess að þeir töldu það vera í samræmi við hagsmuni fiskveiða og fiskvinnslu. Útflutningur á fiski er rúmlega 90% af útflutningstekjum grænlendinga. Tæp 19% karla í Færeyjum og rúmlega 7% kvenna vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu. Viðskipti við lönd ESB eru afar þýðingarmikil. 60% af innflutningi og 62% af útflutningi eru við Evrópusambandslönd. Viðskipti við Ísland eru lítil og mun minni en við Kína svo dæmi sé tekið.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband