Mánudagur, 24. janúar 2011
Allt í hnút stjórnarstefna
Ícesave-málinu er þrátefli, ESB-viðræðurnar eru í uppnámi, endurreisn atvinnulífsins er í skötulíki og núna eru kjarasamningar í óvissu vegna stefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin keyrir hvert málið á fætur öðru í hnút. Veik og sundurlynd ríkisstjórn getur ekki markað neina stefnu í stærri málum þjóðarinnar.
Á meðan látið er reka á reiðanum færist stefnumótun frá stjórnvöldum til hagsmunasamtaka.
Stjórnmál sem vettvangur almennings til að hafa áhrif á landsmálin bíður hnekki.
Alþýðusambandið hrökk frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skv. Þér eru ESB viðræðurnar alltaf í uppnámi! Úlfur, úlfur?
Egill A. (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 18:53
Ég bara vona að stjórnin springi strax og þegar STÖÐ TVÖ notar svör 800 manna sem aðalfrétt. Þetta er lygavefur sem við verðum að komast út úr sem fyrst.
Valdimar Samúelsson, 24.1.2011 kl. 19:08
"Til Egill A" "Úlfur, úlfur ! Hver er hann þessi úlfur í sauðagærunni er það kannski utanríkisráðherranefnan Össur Skarphéðinsson !
Já ESB viðræðurnar eru og munu alltaf verða í uppnámi vegna þess að þær hafa sundrað og klofið þessa þjóð meira og verr en nokkurt annað á gjörvöllum lýðveldistíma þjóðarinnar !
Um þær mun aldrei verða nein sátt meðal þjóðarinnar og til þeirra var stofnað með falsi og fláræði og hrossakaupum pólitískra aftaníossa ESB Valdaelítunnar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 19:16
Ert þú Páll sem sagt hlyntur því að SA taki upp mál óskylt kjarasamningum og beiti því fyrir sig á ósanngjarnan hátt í samningaviðræðum sem koma í raun stjórnvöldum ekkert við, það má líka leggja upp með dæmið svona; samþykið okkar kröfur í auðlindina eða við semjum ekki við launafólk.
Ef það er reyndin Páll, þá setur þú þig NIÐUR á sama plan og ja ég veit satt best að segja ekki, hef aldrei séð neinn áður bera blak af níðingslegum þvingunum og hryðjuverkastarfsemi.
Skríll Lýðsson, 24.1.2011 kl. 20:06
Er ekki komið nóg af skrílslátum Lýðsson?
Sjáfarútvegurinn getur ekki samið um kaup og kjör á meðan framtíð þeirra er í óvissu. Það er bara staðreynd að annar Iðnaður getur ekki boðið hærra, það er ekki svigrúm til þess; hvorki verkefnastaða né skattastefna ríkisins býður upp á það.
Hugmyndin síðasta hálfa árið eða svo hefur verið að sjáfarútvegurinn verði hryggjastykkið en það er ekki hægt vegna upplausar í stjórnarheimilinu, og þá er ég að tala um kvótakerfið þó allt annað í í óreglu
Það er bara komin tími til þess að vinstrimenn á íslandi vakni upp og taki þátt í raunveruleikanum og hætti allri þátttöku í draumheimum
Brynjar Þór Guðmundsson, 24.1.2011 kl. 21:23
pólitík kemur kjarasamningum ekki við á neinn hátt, búinn að fá upp í kok á svona gervi-kapítalisma.
Skríll Lýðsson, 24.1.2011 kl. 22:29
Kjarasamningar eru bundnir við það hvernig framtíðin(tímabilið) verður, ef framtíðin er í ólæstri þá eru framtíðarsamningar(kjarasamningar) líka í ólæstri.Sú staða er ekkert tengd stjórnmálum nema bara vegna vonlausrar efnahagsstjórnar síðustu tveggja til þriggja ára
Það er ekki flókið en vefst samt fyrir sumum
Brynjar Þór Guðmundsson, 25.1.2011 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.