Mánudagur, 24. janúar 2011
Norðurslóðir og ESB-aðild
Ef Ísland ætlar að móta sér stefnu um norðurslóðir þarf að vinna að henni í samvinnu við nágrannaþjóðir okkar Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og í beinum samskiptum við Rússa, Bandaríkjamenn og Kanadamenn.
Norðurslóðastefna samrýmist ekki aðildarviðræðum við Evrópusambandið vegna þess að gangi Ísland í ESB mun sambandið taka yfir réttindi og skyldur Íslands sem strandríkis.
Í skjali Evrópusambandsins um viðræðurammann við Ísland segir
In the period up to accession, Iceland will be required to progressively align its policies towards third countries and its positions within international organisations with the policies and positions adopted by the Union and its Member States.
Evrópusambandið mun sjá um mótun norðurslóðastefnu fyrir Íslands hönd, fari svo að landið verði aðili að sambandinu.
Össur kynnir norðurslóðaverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur brattur ætlar að hafa áhrif á Norðurslóðastefnu ESB.,sem hann vonar að við samþykkjum. Hann verður orðinn áhrifalaus kallinn,farin að engjast yfir norður og niðurmálastefnu Samfylkingar.
Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2011 kl. 17:17
Blessaður Páll. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins um ESB aðlögunarviðræðurnar virðist vera að islendingar skilji ekki skrifaða ensku. Það er því nauðsynlegt að þýða allar greinar um málið. Ekki nema hér sé á ferðinni einhverskonar Besta Flokks einkenni, reykviskra kjósenda.
Björn Emilsson, 24.1.2011 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.