Mánudagur, 24. janúar 2011
Ríkisvæðing atvinnulífsins
Atvinnulífið er að stórum hluta ríkisvætt í gegnum bankana sem hirtu gjaldþrota rekstur þvers og kruss. Þegar Alþýðusambandið kemur í kjölfarið og biður um ,,aðgerðir" í atvinnumálum er verið að hvetja til enn frekari ríkisvæðingar atvinnulífsins.
Hvorugur stjórnarflokkanna er með ríkisvæðingu atvinnulífsins á dagskrá, síðast þegar var vitað. Er verið að nota kröfu ASÍ til að bera fram óskir ríkisstjórnarinnar um víðtækan ríkisrekstur.
Víst er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er ekki með stefnu um það hvernig eigi að standa að endurreisn atvinnulífsins. Á hinn bóginn er verið að raða sérstökum vildarvinum ríkisstjórnarflokkanna í opinberar stöður.
Bíða eftir svari ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega og hvað gerir þú????????????
Sigurður Haraldsson, 24.1.2011 kl. 13:50
Sigurður, þú veist að Páll krefst nýrrar ríkisstjórnar, það kemur um það bil daglega fram.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 16:47
Já en þurfum við ekki að gera meira en bara blogga? Mæta á og við Austurvöll láta sjá sig og koma óánægju sinni til skila í beinni!
Sigurður Haraldsson, 25.1.2011 kl. 00:09
Ég hef meiri trú á aðferð Parísarbúa um árið heldur en að mæta í beina útsendingu á Austurvelli, ef við eigum á annað borð á hugsa um pólitískar lausnir okkar á þessum nótum - sem ég geri reyndar ekki, enda étur byltingin börnin sín.
En hvað þá?
Þar liggur vandinn. Þegar litið er yfir íslenska pólitík í dag sé ég ekki fýsilega kosti. Sporin í Reykjavík hræða. Ég vorkenni íslenskum kjósendum sárlega nú um stundir. Hef engin svör handa þér Sigurður. Sorrý!
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.